Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 7
Ölafur Jóbann Sigurösson hér fremst. Sú saga sýnir marga bestu kosti Olafs Jóhanns sem sögumanns: yfirborðið virðist í fyrstu tíðindalítið, en þegar betur er að gáð er heilli mannsævi gerð skil á fáum síðum, fjölmörg tákn tvinnast saman við sögu- þráðinn án þess að þeim sé þrengt upp á lesandann, samtöl eru skrifuð af hlýlegri íróníu og fléttan þaulhugsuð. Sinn innri áttavita finnur maðurinn ekki nema í samlífi við náttúruna: Einvera á árbakka . . . gras og lyng . . . silfurgrá öx snarrótarpuntsins glitr- andi af morgundögg . . . kvöldský að speglast í hyljum . . . niður straum- vatns í logni eða andvara . . . niður í flúðum og strengjum . . . eilífur niður. Það skein í mynd eftir mynd við dapurlegar spurningar: Horfin friðsæld? Glötuð veröld? (Hreidrið) Þegar á líður slær Ólafur Jóhann þennan streng oftar í verkum sínum. Þar sem hann lýsir hamingju er hún oftast tengd samkennd með náttúrunni, en rofni þetta samband er ógæfan vís. Góðri ljóðlist er stundum líkt við heimþrá, og það hefur verið sagt að sönn heimþrá sé alltaf þrá eftir náttúrunni. Þetta er ljóðlist sem kviknar af þeirri tilfinningu mannsins að eiga ekki heima í umhverfinu sem hann hefur búið sér sjálfur. „Fremd bin ich eingezogen, / Fremd zieh ich wieder aus“, segir í lagi Schuberts sem víða hljómar hjá Ólafi Jóhanni. Það var ekki nema rökrétt að hann skyldi á síðari árum snúa sér æ meir að ljóðlistinni og að þessi heimþrá yrði helsta stef hennar. Það var þrá eftir samlífi með nátt- úrunni, en líka eftir hreinlyndi og sakleysi bernskunnar, þessum tíma þegar ævintýrin höfðu vængi sem engin vonbrigði virtust geta brætt, og hugurinn nam þyt í skógi og nið straums og þögn náttúrunnar. Halldór Guðmundsson 261
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.