Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 13
Hjá aldintrénu Áður af unaðsemd heims af óþarfri fýsn lét ég teygjast, aska nú eintóm og dust, ormunum varð ég að bráð. Iðka því andar gagn án afláts framar en líkams, henni skal hlotnast líf, hans bíður eyðing og tjón. A frummálinu hljóða þessar línur svo: delicias mundi casso sectabar amore, nunc cinis et pulvis, vermibus atque cibus. quapropter potius animam curare memento quam carnem, quoniam haec manet, illa perit. Til andlegs miðaldaskáldskapar telst vitaskuld og raunar hámark hans hið mikla verk Dantes Divina Commedia, þótt það sé ekki ort á latínu heldur þjóðmálinu ítölsku og flokkist undir allegórískan skáldskap. Hér er auðvit- að engin ástæða til að fjalla nánar um þýðingu Málfríðar Einarsdóttur á kafla úr því verki, sem slæddist inn í kvæðasafn Jóns Helgasonar af tómri slysni, því vart mun það hafa verið vilji Jóns að hafa sama hátt á gagnvart frænku sinni og Goethe gagnvart Marianne von Willemer og raunar er hin órímaða stakhenduþýðing Málfríðar gerólík handbragði Jóns, ef út í það er farið. Hins vegar er full ástæða til að leiðrétta þær villandi upplýsingar sem lesa má fyrir ofan þýðinguna að hér sé á ferðinni „upphaf Gleðileiksins guðdómlega". Væri svo, hefði Dante heldur betur stytt sér leið til sinnar heittelskuðu Beatrice og sloppið við að klöngrast um grýttar gjár, brenn- heita sanda og ískaldar klakahellur Vítis sem og við að klífa með erfiðis- mun.urn snarbratt Hreinsunarfjallið, því hér er fremur um upphaf síðasta hluta Gleðileiksins, II Paradiso, að ræða eða sextugustu og áttundu kviðuna af þeim hundrað sem eru í öllu verkinu, þar sem Dante er loks í þann veg- inn að hefjast á loft í átt til ljóshimins eilífðarinnar undir handleiðslu hjartvinu sinnar. En miðaldaskáldskapur á sér raunar aðra og gjörólíka hlið hinni andlegu og trúarlegu, þar sem eru hetjukvæði sem eru allajafna á þjóðmálum, germ- önskum sem rómönskum, en Bjarkamál Saxa hins danska sýna það svart á hvítu að lærðari menn munaði ekki um að beita latínu til þess arna að upp- hefja garpskap og mannvíg og gripu þá að sjálfsögðu til hins forna, hóm- erska hexametursháttar (sem áðurnefndur elegíuháttur er raunar afbrigði af), enda var sá háttur einmitt kenndur við hetjuskap í fornöld og nefndur „heróíkon“ eða hetjulag. Og þegar nú Jón Helgason kryddar mergjaðan texta Saxa með fornnorrænum heitum og kenningum verður úr því „list sem logar af hreysti“ og holl lesning okkur þeim dusilmennum sem nú er- um uppi standandi, ef við höfum þá þrek og úthald til að komast í gegnum 267
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.