Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 14
Tímarit Máls og menningar allt það mikla hreystital. Samruni forngrísks og fornnorræns verður hér býsna magnaður eins og oft áður, og það leynir sér ekki að Jón hefði verið rétti maðurinn til að þýða Hómerskviður og Eneasarkviðu í bundið mál, ef hann hefði snúið sér að þeim hlutum. Einstaka línur í þýðingunni á kvæði Saxa minna raunar talsvert á hetjuljóð frá grískri fornöld, og línan: Fagurt er fjörtjón þess rekks er fellur að sjáanda jöfri, á sér til dæmis samsvörun í upphafslínu kvæðisins Herhvöt eftir Tyrtajos hinn spartverska í þýðingu ofanritaðs: Fagurt er fall þess sem deyr í fremstu víglínu í stríði nema hvað konunghollustan er ólíkt ríkari þáttur í fari Danans. Annars mun latínukvæði Saxa um þá Hjalta og Bjarka að mestu leyti byggt á norrænum kvæðum sem nú eru glötuð, og víst er um það að stuðl- aðir hættir germanskra mála hafa löngum þótt duga vel til að mæra hetju- dáðir og vígaferli engu síður en latneskt hexametur, eins og best má sjá af Eddukvæðum. Af sama toga og þau er Hildibrandskviðan þýska eða það brot hennar sem varðveitst hefur og Jón þýðir, og eru því hæg heimatökin, enda getur þýðandinn þess sjálfur í ritgerðarkorni um kvæðið að stundum sé „unnt að fylgja þýzku orðunum án þess að víkja við að ráði“ (Ritgerða- korn og ræðustúfar 1959, bls. 62). Allt um það hefðu fáir, ef nokkur, getað þýtt kviðuna með jafnmikilli prýði og Jón Helgason sem sameinaði á ein- stakan hátt kunnáttu í íslensku máli og bragsnilld, og má raunar segja sem svo að með þessari þýðingu höfum við eignast eitt Eddukvæði í viðbót, enda er efni þess, einvígi feðganna Hildibrands og Höðbrands með þeim harmræna blæ sem hæfir slíkum bókmenntum eða svo vitnað sé í orð þýðandans: „Hvergi þar sem skáld hafa stefnt feðgum saman í bardaga hef- ur harmleikurinn aðra eins dýpt og í þessari meira en þúsund ára gömlu kviðu“ (Ritgerðakorn bls. 76). Harmrænn blær og dramatískur þráður einkenna einnig aðra tegund ljóðlistar sem er sýnu látlausari í búningi og alþýðlegri, en það er hin svo- nefnda ballaða eða danskvæði sem á einnig rætur að rekja til miðalda, þótt þau hafi flest ekki komið upp á yfirborðið eða á prent fyrr en í söfnum manna eins og Percys (1765), Herders (1778), Childs (1882-98) og Grundt- vigs (1853) og því erfitt að segja til um tilurðartíma einstakra kvæða af þessu tagi. Einkenni þeirra eru einfalt rím (oftast aabb o.s.fn'. eða abcb) og mikil samþjöppun þar sem slitróttur efnisþráður sveipast ákveðinni dulúð, og eru tvö kvæði sem Jón þýðir úr ensku, Hrafnakvæði og Játvarðskvæði 268
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.