Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 16
Tímarit Máls og menningar
fornkvenna sem hann einhverra hluta vegna telur að standi íslenskum nú-
tímalesendum nær, hefur raunar þveröfug áhrif við það sem hann ætlast til.
I rauninni eru til að mynda nöfn rómversku blómagyðjunnar Flóru,
egypsku seiðkonunnar Þaísar og grísku dísarinnar Ekkó, sem Villon til-
greinir meðal annarra, betur fallin til að vekja okkur söknuð eftir kvenleg-
um yndisþokka fyrri tíma en nöfn norrænna kvenskassa og svarka á borð
við Hallgerði, Gunnlöðu, Hervöru og Gunnhildi. Og sem kórónu þessa
mikla kvennavals nefnir Villon konu sem var brennd á báli í þann mund er
hann sjálfur var í heiminn borinn og var engin önnur en heilög Jóhanna af
Örk:
Et Jeanne, la bonne Lorraine
Qu’Anglois brulérent á Rouen
Ou sont-ils, oú, Vierge souvraine?
Mais ou sont les neiges d’antan?
(Stafsett eftir Édition Gallimard 1975)
Það er býsna langur vegur milli þessara lína, sem mynda hámark kvæðisins,
og þeirra sem Jón setur í staðinn, jafnvel þótt eigi að heita stæling:
og Gunnhildur drottning, og gýgurin Brana,
og Gyða, sem ekkja réð jarla setri,
og Hlöðvis dóttir í hami svana?
Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri?
Viðkvæðið fræga um „snjóinn frá því í fyrra“ verður hér langt frá því eins
beinskeytt og tregablandið og á frummálinu.
Allt öðru máli gegnir um þýðingar Jóns á þrem öðrum kvæðum eftir
Villon sem verða svo máttugur skáldskapur á íslensku, hvert á sinn hátt, að
það jaðrar við smásmygli að fara að hnýsast í frumkvæðin með samanburð
fyrir augum. Það mætti að vísu vel ímynda sér að orðfæri Villons hafi ork-
að einfaldara á samtímamenn hans en sumt í orðfæri þýðandans, en ýmis
sjaldgæf orð sem Jón notar fara engan veginn illa og stuðla að því að ljá
kvæðunum þann miðaldablæ sem þeim hæfir. Þetta á til að mynda við um
orð eins og „þröngdur af mótlætis pressu“, „fyrirbú“, „pentan“ og „bílæti“
í kvæðinu Maríubæn sem skáldið yrkir í orðastað móður sinnar og opnar
okkur sýn inn í hugarheim miðalda þar sem andstæðan mikla milli dýrðar
himnanna og sora mannlífsins verður allsráðandi og yfirþyrmandi. Einkar
sterkt er og Hangakvæðið fræga sem á frummálinu er ýmist titlað Epitaphe
Villon en forme de ballade eða þá Ballade des pendus og rís auðvitað hæst í
hinni mögnuðu og nákvæmu lýsingu á líkum hinna upphengdu, dinglandi í
golunni illa útleiknum eftir sól, regn, ryk og hrafna. Það sem helst gæti gef-