Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 26
Tímarit Máls og menningar íslandi er hræddur við hænu. Nashyrningur barði hausnum af harmi við tré og fíllinn hætti að slíta sér greinar og sagði þetta babúnapa sem öskraði það í kátínu mót sólinni í birtingu næsta morgun. En þá var ljónið löngu lagt af stað til Islands. Það hafði látið gera boð fyrir tvo háhyrninga sem komu syndandi og renndu sér upp í flæðarmálið og ljónið sagði háhyrningunum að ferja sig til Islands og háhyrningarnir fóru dagfari og náttfari og skiptust á um að synda með ljónið á bakinu. A öðrum degi sneri ljónið sér við og lagði vangann að bakugganum og dottaði. Háhyrningarnir komu upp til Islands í Hvalfirði á þriðja degi og ljónið stökk í land og sagði þeim að bíða sín. Konungur dýranna tölti í hlíðum og faldi sig bak við stóra steina þegar bílar fóru hjá, hann hljóp sem leið lá eftir Esjunni, fór síðan með fjörum og lötraði yfir veginn hjá Hlégarði og þar sá hann lítill drengur út um eldhús- gluggann heima hjá sér. Hann hafði ekki getað sofið og fór fram að fá sér djús í glas og rétt í þann mund gekk ljónið yfir veginn. Ljónið kom að bænum snemma morguns. Scháferhundurinn var að rífa í sundur ruslapoka. Hann hafði fundið lykt af tómri bauna- dós og langaði að sleikja hana að innan. Bóndinn hafði oft harð- bannað hundinum að gera þetta en nú var bóndinn sofandi og lyktin af ruslapokanum var svo góð að Scháferhundurinn hafði ekki getað staðist hana. Scháferhundurinn varð ákaflega aumingjalegur þegar hann sá ljónið standa sig svona að verki í ruslinu. - Eg lofa því að fara aldrei aftur í ruslið, tafsaði Scháferhundur- inn. Ljónið ræskti sig. Og þegar ljónið ræskti sig gægðist hæna út um dyrnar á kofanum og henni varð svo hverft við að sjá ljónið að hún varp eggi sem valt út um dyrnar og stoppaði ekki fyrr en á milli steinanna tveggja, á sama stað og eggið sem oltið hafði hálfu ári áð- ur. - Er það rétt, spurði ljónið að þú sért svo huglaus hundur að þú hlaupir undan hænu? - Nei, herra konungur, sagði Scháferhundurinn, það er ég ekki, en ég held það sé rétt að við förum saman og spjöllum við hænuna svo þú fáir að vita hvað gerðist. Þannig er að þessi hæna er göldrótt, hvíslaði Scháferhundurinn. - Við skulum koma út að kofa og láta reyna á málið, sagði ljónið. 280
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.