Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 31
Um beinfœtta menn og Mutter Courage hleypur eftir nýjum fána þegar vígstaðan breytist. Þor- móður mutrar í hug sér drápu Olafs konungs til lofs við Knút konung rétt eins og Galileo Galilei umsnýr kenningum sínum um sólkerfið fyrir rann- sóknarréttinn. Einstakar persónur í Gerplu reynast einnig bera svip af persónum í verk- um Brechts. Kolbakur þræll hefur t.d. ákveðin sameinkenni með Matta, vinnumanni óðalsherrans Puntila. Ólafi digra er undir lok sögunnar lýst á svipaðan veg og einvaldsherranum í sögunni Ciisar und sein Legionár og ekki er annað að sjá en sjálfur Þormóður kolbrúnarskáld beri svip af þrem- ur persónum í sömu sögu. Jafnvel trén í Gerplu kunna að eiga sér rætur hjá Brecht. A.m.k. er hinn síðfrjói heggur á Stiklarstöðum áþekkt tákn og kirsuberjatré hershöfðingj- ans Lúkúllusar í þremur verkum Brechts.6) A tuttugustu öld lifir ekkert af sögu Ólafs digra og Lúkúllusar, nema þetta eitt: þytur í laufi. En hér skulu ekki rakin fleiri dæmi af þessu tagi. Halldór hefur víða leit- að fanga er hann reit Gerplu, hann nýtir í sögunni jafnt biblíuna sem forn- an íslenskan bókmenntaarf, hann sækir ekki aðeins til Brechts heldur einn- ig til Cervantes, Voltaires og Swifts. Svo fróðlegt sem það getur verið að benda á tengsl einstakra skáldsagna við erlend rit og innlend, er til lítils unnið ef það eykur ekki á einhvern hátt skilning manna á sögunum. Efnis- tengsl Gerplu við verk Brechts eru hér gerð að umræðuefni af því að þau styðja þá tilgátu að við samningu hennar hafi Halldór gengið í smiðju Brechts, sem eins helsta forsvarsmanns epísku skáldsögunnar á 20. öld, og numið af honum tiltekna frásagnartækni og þá kannski tileinkað sér um leið ýmislegt úr þankagangi hans. Hann hefði þá einkum lært af Der Dreigrosschenroman og smásagnasafninu Kalendergeschichten, en ef til vill einnig af öðru bindi Die Geschichte vom Herrn Julius Cásar.7) Sé þessi til- gáta rétt verður að túlka ýmis atriði Gerplu á annan veg en fyrr og raunar endurmeta söguna. Nú kynni einhver að hugsa sem svo: „Hvernig má það vera að Gerpla sem sannanlega er samin í anda fornrar íslenskrar frásagnarhefðar, þiggi tækni sína að nokkru frá þýskum 20. aldar höfundi, sem í ofanálag var kommúnisti? Hefur Halldór sjálfur ekki hvað eftir annað gefið í skyn að sagan sé uppgjör hans við sósíalismann?“ Hugrenningum af þessu tagi langar mig til að reyna að svara með því að huga að frásagnarhætti sögunn- ar og túlka stöku atriði hennar. II Frásagnartími Gerplu er 20. öld en þegar sögumaður stígur fram í upphafi talar hann eins og hann væri miðaldaskáld eða skrásetjari. Hann mælir í 1. 285
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.