Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 31
Um beinfœtta menn
og Mutter Courage hleypur eftir nýjum fána þegar vígstaðan breytist. Þor-
móður mutrar í hug sér drápu Olafs konungs til lofs við Knút konung rétt
eins og Galileo Galilei umsnýr kenningum sínum um sólkerfið fyrir rann-
sóknarréttinn.
Einstakar persónur í Gerplu reynast einnig bera svip af persónum í verk-
um Brechts. Kolbakur þræll hefur t.d. ákveðin sameinkenni með Matta,
vinnumanni óðalsherrans Puntila. Ólafi digra er undir lok sögunnar lýst á
svipaðan veg og einvaldsherranum í sögunni Ciisar und sein Legionár og
ekki er annað að sjá en sjálfur Þormóður kolbrúnarskáld beri svip af þrem-
ur persónum í sömu sögu.
Jafnvel trén í Gerplu kunna að eiga sér rætur hjá Brecht. A.m.k. er hinn
síðfrjói heggur á Stiklarstöðum áþekkt tákn og kirsuberjatré hershöfðingj-
ans Lúkúllusar í þremur verkum Brechts.6) A tuttugustu öld lifir ekkert af
sögu Ólafs digra og Lúkúllusar, nema þetta eitt: þytur í laufi.
En hér skulu ekki rakin fleiri dæmi af þessu tagi. Halldór hefur víða leit-
að fanga er hann reit Gerplu, hann nýtir í sögunni jafnt biblíuna sem forn-
an íslenskan bókmenntaarf, hann sækir ekki aðeins til Brechts heldur einn-
ig til Cervantes, Voltaires og Swifts. Svo fróðlegt sem það getur verið að
benda á tengsl einstakra skáldsagna við erlend rit og innlend, er til lítils
unnið ef það eykur ekki á einhvern hátt skilning manna á sögunum. Efnis-
tengsl Gerplu við verk Brechts eru hér gerð að umræðuefni af því að þau
styðja þá tilgátu að við samningu hennar hafi Halldór gengið í smiðju
Brechts, sem eins helsta forsvarsmanns epísku skáldsögunnar á 20. öld, og
numið af honum tiltekna frásagnartækni og þá kannski tileinkað sér um
leið ýmislegt úr þankagangi hans. Hann hefði þá einkum lært af Der
Dreigrosschenroman og smásagnasafninu Kalendergeschichten, en ef til vill
einnig af öðru bindi Die Geschichte vom Herrn Julius Cásar.7) Sé þessi til-
gáta rétt verður að túlka ýmis atriði Gerplu á annan veg en fyrr og raunar
endurmeta söguna.
Nú kynni einhver að hugsa sem svo: „Hvernig má það vera að Gerpla
sem sannanlega er samin í anda fornrar íslenskrar frásagnarhefðar, þiggi
tækni sína að nokkru frá þýskum 20. aldar höfundi, sem í ofanálag var
kommúnisti? Hefur Halldór sjálfur ekki hvað eftir annað gefið í skyn að
sagan sé uppgjör hans við sósíalismann?“ Hugrenningum af þessu tagi
langar mig til að reyna að svara með því að huga að frásagnarhætti sögunn-
ar og túlka stöku atriði hennar.
II
Frásagnartími Gerplu er 20. öld en þegar sögumaður stígur fram í upphafi
talar hann eins og hann væri miðaldaskáld eða skrásetjari. Hann mælir í 1.
285