Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 39
Um beinfatta menn
að þær sýna hvaða söguleg og efnahagsleg ferli marka persónurnar. Tækni
nándar og heildar er nýtt og þjóðfélagslegum boðskap komið á framfæri
með því að klippa saman frásagnir af pólitískri atburðarás í Evrópu og lýs-
ingar á skönkum ýmissa þeirra er henni tengjast. Þormóður kolbrúnarskáld
hefur t.d. við upphaf sögu „liðu mjúka og vöxt grannan“, hann er „bein-
fœttur, gaungumaður léttur“ (leturbr. bk.).23) Eflaust á lýsingin að skýra
kvenhylli æskumannsins Þormóðar og skerpa síðar þá hrörlegu mynd sem
af honum er dregin á Grænlandi. En hún tengist og hinu að Þormóður
kemst um hríð í tölu viðurkenndra eignamanna.
Meðal helstu persóna sögunnar eiga Olafur digri og Þorgeir Hávarsson
einir það sameiginlegt að vera með snúna leggi, hvor á sinn veg. Sitthvað
fleira reynist og líkt með þeim tveimur. Þegar Olafur fer á fund Knúts kon-
ungs, minnir það t.d. á frásagnir af fundum Þorgeirs og Þorgils Arasonar.
Rétt eins og Þorgeir vitjar frænda síns, svo búinn sem hann telur að hetju
sæmi, fer Ólafur til Knúts klæddur að eigin hyggju að sið tignarmanna -
báðir hljóta háð og spott fyrir að kunna ekki rétta háttu. Á svipaðan veg og
Reykjahólakaupmaðurinn minnir leiguliðasoninn á að „búlausum þegn-
um“ 24), hæfi ekki að hafa hug á öðru en striti, segir Knútur við Olaf: „Firn
mikil eru slíkt er búandkarlasynir úr Noregi ómannaðir og snauðir þykjast
til bornir að ráða löndum“ og ber á hann heimsku eins og Þorgils á Þorgeir
fyrr.25) Knútur hafnar einnig öllum málaleitunum Ólafs eins og kaupmað-
urinn tilmælum Þorgeirs.
Þorgeiri Hávarssyni hefur fyrr verið lýst í sögunni sem dauðamanninum.
Hann er alþýðumaðurinn, alinn upp við hetjuhugsjón fornra sagna og ljóða
og sú hugsjón er hvorttveggja í senn styrkur hans og veikleiki. Hún er at-
hvarf hans, vanmáttug uppreisn hans í samfélagi sem ætlar honum ekki
annan hlut en að mala höfðingjum gull. En í sömu mund er hún höfuðbani
hans og þjónkun hans við ríkjandi öfl í samfélaginu af því að hún á sér ræt-
ur í hernaði eignastétta, endurspeglar að nokkru hugmyndaheim þeirra og
þjónar hagsmunum þeirra.
Þorgeir verður m.ö.o. sá sem drepa skal og drepinn skal verða af því að
hann skilur ekki samfélagslögmálin. Og að því leyti líkist hann Olafi digra.
Hliðstæðurnar með þeim félögum eiga að leiða huga manna að því að Olaf-
ur er illa upplýstur barbari með takmarkaðan þjóðfélagsskilning, maður
sem hefur tileinkað sér sitthvað úr þankagangi gróinnar eignastéttar en
vantar forsendur til að öðlast viðurkenningu í hópi hennar. Meðal land-
stjórnarmanna er honum hvarvetna lýst sem þeim manni er skortir jafnt
„fágun“ siðmenntaðra höfðingja í fótaburði, Jeggjalagi og klæðnaði sem og
þau auðæfi og þá bakhjarla er gætu veitt honum sæmilega varanlegan sess í
kompaníinu. I illvirkjum sínum fer hann líka að eins og kiðfættur barbari
293