Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 42
Tímarit Máls og menningar hvert fyrirbæri felur í sér andhverfu sína og hefur merkingu í samræmi við samhengið er það birtist í hverju sinni, og þá umfram allt í samræmi við þá staðreynd að þjóðfélag sögunnar er klofið. Með persónunum fimm, Þor- móði og þeim sem etja kappi um hann, eru innbyrðis dregnar margar hlið- stæður og andstæður sem taka t.d. bæði til sálfræðilegrar reynslu og fé- lagslegra aðstæðna. En það segir aðeins hálfa sögu ef þessar hliðstæður/ andstæður eru raktar eða athugaðar sem vélrænar, óhagganlegar einingar og án þess að tekið sé mið af samfélagsmynd sögunnar. Það er ekki hend- ing ein að tveir frjálsbornir alþýðumenn (Kolbrún og Þorgeir) og tveir eignamenn (Þórdís og Olafur) stríða um skáldið, Tveir ófrjálsir alþýðu- menn, Loðinn, þræll Kolbrúnar, og Kolbakur, þræll Þórdísar, eru einnig órjúfanlega bundnir þessu stríði. Stéttskipting er með öðrum orðum sett á oddinn og reyndar einnig söguleg þróun - þó að hér gefist ekki kostur á að gera henni skil. Táknmál sögunnar sýnir og, svo ekki verður um villst, að verið er að lýsa átökum andstæðra þjóðfélagsafla um skáldið. Þorgeir, fóstbróðir Þormóðar, er daubamaburinn. Hann er almúgamað- urinn sem þjónar eignastéttinni og kallar Þormóð til sömu þjónustu. Kolbrún, ástvina Þormóðar, er tröllkonan, alþýðukonan sem rís gegn eignastéttinni og krefst þess að skáldið deili lífi sínu með snauðum mönn- um og yrki þeim sín ljóð. Ólafur digri er konungurinn sem á orðsæld sína undir hirðskáldum. Hann er sá fulltrúi eignastéttarinnar sem stýrir löndum og herjum og seiðir til sín Þormóð sem trúir að maður skuli „vera hetja fyrst en skáld síðan, og ráði hjartaprýðin kvæðinu.“31) Þórdís, eiginkona Þormóðar, er valkyrjan, efnakonan sem ræður blóm- legu búi, hjónum og þrælum, og býður skáldinu einkasælu og einkaauð. Kolbakur ifogl þann sem gelur valkyrjunni son, eldhærðan og skjálgan. Eftir fæðingu drengsins hverfur Þormóður brott af búi sínu, biður þó sveininn áður velkominn að ráða lendum hetju og skálds. Loðinn varðveitir sax tröllkonunnar, lengst af aðeins utan mannamóta en fær það þó um síðir á Stiklarstöðum þar sem hann bregður því og banar skáldinu. Hvortveggi þrællinn ann húsfreyju sinni og hvortveggi skerpir þjóðfélagsandstæðurnar sem lýst er. Samskipti Kolbaks og Þórdísar sýna hve andstæðir hagsmunir ríkismanna og þræla eru; af viðskiptum Loðins og Kolbrúnar má sjá að hagsmunir alþýðu og þræla fara saman. Konurnar tvær skulu nú teknar sem dæmi til að sýna nokkuð frekar hvernig persónunum sem kljást um Þormóð er lýst og hvernig móthverfur marka frásagnir af þeim. Kolbrún er snauð ekkja, réttlaus barnsmóðir Vermundar sem hann hefur losað sig við í einhvern eyðilegasta fjörð á Islandi. Kolbrúnu gerir Þormóð- 296
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.