Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 47
Dagný Kristjánsdóttir
Aldrei gerði Kristur sálu Þór-
elfi, vorri móður . . .
Um ástina og ókugnadinn í Gerplu
I
Það er alltaf matsatriði hvaða túlkunaraðferð ber að velja þegar skrifað er
um skáldskap. Ef sálgreiningin, svo dæmi sé nefnt, á að vera gefandi hjálp-
artæki í bókmenntatúlkun, verður textinn sem fjallað er um, að hafa eitt-
hvað til að bera sem gerir það spennandi og frjótt að nálgast hann á þann
hátt í stað einhvers annars.
Það er ekki hægt að gefa uppskrift að því hvers konar textar bjóða sál-
greiningunni upp í dans, en það liggur í hlutarins eðli að þeir verða að búa
yfir spennu, tvíræðni, gátum, sem krefjast óvenjulegrar nálgunar.
I greininni: „Umræðan opnuð“' talar bandaríski bókmenntafræðingur-
inn Shoshana Feldman um það hvernig sálgreiningin hefur oft verið (mis)
notuð til að „þýða“ bókmenntir af einu sviði yfir á annað, sem hefur þá átt
að vera einhvers konar „Sannleikur" um geðheilsu höfundar og/eða per-
sóna. Þó að Shoshana sé fyrst og fremst að skamma þá sem nota sálgrein-
ingu þannig í bókmenntatúlkun, eiga meginatriði gagnrýni hennar við um
aðrar stefnur innan bókmenntafræðinnar. Bókmenntafræðingar hafa lengst
af „þýtt“ textana sem þeir fást við - þó að „sannleikurinn“ sem leitað var
hafi verið breytilegur. Stundum hafa þeir leitað hans í goðsögum, stundum
í ævi höfundarins, stundum í samfélaginu, sósíalismanum, táknfræðinni,
öðrum textum o.s.frv. Verst er þó kannski sú túlkunarfræði sem hefur eng-
an sjálfsskilning og heldur að hún sé „hlutlaus“, sé bara að lýsa bók-
menntunum „eins og þær eru.“
Shoshana Feldman talar um að bókmenntirnar og sálgreiningin eigi að
mætast stoltar og jafnréttháar í túlkuninni, þannig að þessar tvær greinar
varpi Ijósi hvor á aðra. Nærtækt dæmi um slíkt stefnumót teoríu og texta í
íslenskri bókmenntaumræðu finnst mér vera grein Helgu Kress um Tíma-
þjóf Steinunnar Sigurðardóttur (TMM, 1, 1988).
301