Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 47
Dagný Kristjánsdóttir Aldrei gerði Kristur sálu Þór- elfi, vorri móður . . . Um ástina og ókugnadinn í Gerplu I Það er alltaf matsatriði hvaða túlkunaraðferð ber að velja þegar skrifað er um skáldskap. Ef sálgreiningin, svo dæmi sé nefnt, á að vera gefandi hjálp- artæki í bókmenntatúlkun, verður textinn sem fjallað er um, að hafa eitt- hvað til að bera sem gerir það spennandi og frjótt að nálgast hann á þann hátt í stað einhvers annars. Það er ekki hægt að gefa uppskrift að því hvers konar textar bjóða sál- greiningunni upp í dans, en það liggur í hlutarins eðli að þeir verða að búa yfir spennu, tvíræðni, gátum, sem krefjast óvenjulegrar nálgunar. I greininni: „Umræðan opnuð“' talar bandaríski bókmenntafræðingur- inn Shoshana Feldman um það hvernig sálgreiningin hefur oft verið (mis) notuð til að „þýða“ bókmenntir af einu sviði yfir á annað, sem hefur þá átt að vera einhvers konar „Sannleikur" um geðheilsu höfundar og/eða per- sóna. Þó að Shoshana sé fyrst og fremst að skamma þá sem nota sálgrein- ingu þannig í bókmenntatúlkun, eiga meginatriði gagnrýni hennar við um aðrar stefnur innan bókmenntafræðinnar. Bókmenntafræðingar hafa lengst af „þýtt“ textana sem þeir fást við - þó að „sannleikurinn“ sem leitað var hafi verið breytilegur. Stundum hafa þeir leitað hans í goðsögum, stundum í ævi höfundarins, stundum í samfélaginu, sósíalismanum, táknfræðinni, öðrum textum o.s.frv. Verst er þó kannski sú túlkunarfræði sem hefur eng- an sjálfsskilning og heldur að hún sé „hlutlaus“, sé bara að lýsa bók- menntunum „eins og þær eru.“ Shoshana Feldman talar um að bókmenntirnar og sálgreiningin eigi að mætast stoltar og jafnréttháar í túlkuninni, þannig að þessar tvær greinar varpi Ijósi hvor á aðra. Nærtækt dæmi um slíkt stefnumót teoríu og texta í íslenskri bókmenntaumræðu finnst mér vera grein Helgu Kress um Tíma- þjóf Steinunnar Sigurðardóttur (TMM, 1, 1988). 301
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.