Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 49
AlcLrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . .
spjóti - og á eftir er líkinu misþyrmt lengi „að norrænum sið“ (15). Sveinn-
inn gengur til föður síns:
Blóð og heili vall út sem grautur þar sem brotinn var hausinn, en öll mynd
var af andlitinu eftir höggin, skrapp til annar armleggur í axlarliðnum um
leið og maðurinn linaðist í andlátinu, og var það kvik hans hinst. . . . Þorgeir
Hávarsson stóð leingi úti áður hann geingi að segja móður sinni. Síðan gekk
hann heim. Hann var þá sjö vetra. (16)
Það kemur fram, að Þorgeir hefur talið föður sinn „einna mestan garp á
Norðurlöndum“ (16), bæði vegna frægðarsagna Hávars sjálfs en þó miklu
fremur vegna þess að sögur Hávars eru í samræmi við sögur móðurinnar af
hetjum og köppum.
Þorgeir litli þekkir þannig ekki föður sinn, hann þekkir aðeins þann föð-
ur sem móðirin býr til. Þórelfur er í raun móðir hans og faðir frá upphafi.
Það kemur fram að hún hefur þótt vargefin, hún er af betri ættum en Háv-
ar og hennar einasta markmið í lífinu virðist vera að gera soninn að því
stórmenni sem faðirinn aldrei var. I bókinni segir: „. . . þannig urðu fáar
ástgjafar Þórelfar húsfreyu til handa syni sínum, utan hreystisögur af forn-
köppum og sigurlof konúnga þeirra er gera framgjarna kotúngssonu sér að
vinum með örlæti, og launa hjartaprýði með gildum baugum." (24). Aðeins
einu sinni segir frá því að móðirin „hverfur ynnilega“ (50) til sonar síns en
það er þegar hann stendur frammi fyrir henni eftir föðurhefndina og segir
henni dráp Skeljabrekkunga; vopn unga mannsins og fötin eru skítug og al-
blóðug, blóðslettur á andlitinu - hann hefur drepið í fyrsta sinn og þá
hverfur móðirin til hans „ynnilega".
En þó að „ástgjafar“ Þórelfar séu fáar er hún eina konan í lífi Þorgeirs,
hann er haldinn af móðurinni og væntingum hennar. Hann vitnar stöðugt
til frásagna hennar, en aðeins einu sinni vitnar hann til hennar sem pers-
ónu. Sú tilvitnun er ákaflega íronísk; Jörundur prestur talar um sálir þær
sem Kristur gerði mönnunum:
Þorgeir mælti: Aldrigi gerði Kristur né aðrir tauframenn sálu Þórelfi vorri
móður, og hefur hún þó alið óragan son. (64)
Með föðurhefndinni lýkur þætti móðurinnar og við tekur samband Þor-
geirs og Þormóðs. Skilgreining Þorgeirs á fóstbræðralaginu kemur fram í
samræðum þeirra félaga á Ströndum, fóstbræðralagið er samningur frjálsra
karlmanna sem ákveða að deila eignum og kjörum. Hvorugur þarf að leita
til hins í nokkru efni af því að þeir eru jafningjar. Falli annar á hinn hefnd-
arskyldu að gegna.
303