Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 51
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . . Þeir fóstbræður eru á leið frá Ströndum, gista á bæ nokkrum og fá vond- an viðurgjörning. Um nóttina gengur Þormóður út „að reyna hvað sér yrði til kvenna“ (163). Þorgeir vaknar, einn og yfirgefinn. Hann tekur vopn sín, gengur út í morgunsárið og drepur son bónda. Frá því segir svo: „Þorgeir hleypur þá ofanum raufina niður í tóttina og hefur upp öxi sína við svein- inn, og tekur að höggva hann svo að þar sýndust sjö á lofti, hné sveinninn þar niður við moldarvegginn og dreyrði úr fjölda sára, lét hann þar líf sitt.“ (165). Þormóður stendur á hlaðinu þegar Þorgeir snýr heim frá verki. Síðar sama dag drepur Þorgeir öðru sinni varnarlausan mann, að því er virðist í fullkomnu tilgangsleysi og að þessu sinni sargar hann höfuðið af deyjandi manninum. Þetta er geldingartáknmál, fórnarlambið er ekki að- eins svift lífinu heldur hlutað sundur á villimannslegan hátt. Athöfnin er ógnandi og sýnir hver það er sem hefur valdið. Karlmennskusýning þessi er Þormóði ætluð, Þorgeir er að tala til hans. Báðir vita að Þormóður mun skilja við Þorgeir og báðir vita að Þorgeiri er það ofarlega í huga að drepa fóstbróður sinn. Hin frumstæðu tilfinningamynstur sem ofin eru inn í persónu Þorgeirs og þar með texta hans eru hér orðin nokkuð skýr; persónan er rammflækt í móðurbindingar sínar sem eru fullar af tvískinnungi. Sá tvískinnungur er að mörgu leyti hinn sami og felst í reglum fóstbræðralagsins, kröfunni um náið samband sem engu að síður bannar ást. Tvískinnung sinn yfirfærir Þorgeir á Þormóð, í sambandinu við hann reynir í fyrsta og síðasta sinn á hæfileika hans til að tengjast annarri manneskju og það getur hann ekki. Sálarlegu ógnarjafnvægi Þorgeirs er raskað eftir því sem vinátta þeirra fé- laganna dýpkar og hann verður háðari Þormóði. Morðin tvö má lesa sem táknræna athöfn, sálfræðileg varnarviðbrögð, afturhvarf til stjórnlausrar reiði sem orðin er til úr enn eldri ótta.“4 Þriðja tímabil Þorgeirs er víkingsferill hans, sem reynist allur annar en hin skrautlega Eddukvæðaveröld sem móðir hans hafði kennt honum að stríð væru. Hann tekur þátt í fjöldamorðunum í Kantaraborg og hinni háðulegu orustu um Lundúnir. I samræðum hans við Þórð gamla jómsvík- ing má glöggt sjá undrun hans og vonbrigði. Að mati Þorgeirs Hávarssonar er það ósæmilegt hetju og hraustmenni að berjast við óléttar konur, gamal- menni og börn, vera ausinn sjóðandi hlandi, barinn með kústum og veidd- ur í net. Að þessu sinni vitnar hann ekki sjaldnar til Þormóðar fóstbróður síns en móður sinnar. Og nú ber svo við að Þorgeir neitar að taka þátt í barna- morðum víkinganna - það er ekki sæmilegt að hans mati. Ef til vill er það gengishrun hetjunnar sjálfrar á Ströndum sem þar er að verki, en Þorgeiri er ekki ætlað að meyrna úr hófi fram. TMM IV 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.