Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 55
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . . ljóst geldingartáknmál; með spjóti sínu lamar hún Þormóð, blindar hann og sendir hann aftur til baka til frumbernskunnar. Allan þennan vetur nær- ist Þormóður á ungbarnafæði, volgri mjólk og auðmeltum mat. Þetta er tímabil fullt af innri skelfingu, ferðalag um lönd geðveikinnar. I textanum segir svo: Þormóður mátti þá eigi ljós líta, þótti honum eingi birta svo dauf að eigi mundi ríða sér að fullu; hann þoldi og eigi að heyra kykvendis rödd, þóttist þaraf ærast mundu; . . .Húsfreya veik eigi frá rekkju hans á nótt né degi. Um dögum sat hún í myrkri á rekkjustokki hans og snöri snældu sinni sem hljóðast. Hann mátti eigi af sér bera laungum nema hún spenti hann örmum, líkt og barni ángurfullu. (147) Þetta tímabil er mállaust, Þormóður getur hvorki talað né ort. Þegar Þor- geir bjargar honum um vorið lætur hann menn sína drepa kæpu og Þor- móð drekka heitt selsblóðið og „Gleymast skáldinu allir kvenmenn á þeirri stundu er hann drakk selinn . . .“ (149) Þetta táknræna móðurmorð fær Þormóð að sjálfsögðu ekki til að gleyma neinu. Löngu síðar segir hann við Kolbrúnu að öll hin sólríku sumur með Þórdísi hafi hann látið ferja sig út á Snæfjallaströnd til að leita „ . . . hins kalda fjarðar undir hinum myrkum björgum þar sem eg hafða eingst sundur og saman sjúkur í örmum þér á skammdegisnóttum.“(353) Kolbrún ríkir yfir undirdjúpum eða hvötum Þormóðs og í örmum henn- ar er fólgið bæði loforð og hótun, ástin og óhugnaðurinn. Þormóður myndar í raun aldrei samband fullþroska manns við Kolbrúnu, hann gefur sig henni á vald, umbreytir henni í móður og sér í barn, mállaust, ofurselt, ósjálfráða.6 í örmum Kolbrúnar reynir Þormóður að endurlifa fyrsta ástar- samband kornabarnsins við móðurina en það er ekki hægt. Þegar augu hans opnast fyrir því er ekkert eftir annað en óhugnaðurinn: Einn morgun bregður hann augum sundur í belki þeirra húsfreyu, og sér ferlíki nokkurt við hlið sér meira og þrútnara en eingi önnur skepna sú er þó hefur náð konu líki; og þykir honum í svefnrofum sem hann hafi farið villur á ófæru og refilstigu, og eingi braut liggi framar til manna, og því síður kon- únga, en skip brunnin að baki honum. Leitar nú hugur hans af heljarbarmi í fjarlæga staði þá sem konúngar búa mönnum frægð; og verður honum að orði þá er hann rís upp: Hvað skal Ólafur konúngur mæla við skáld sín í dag? (358) Það sem Þormóður Bessason sér í hvílunni við hlið sér er skepna, dýr - ekki manneskja. Otta hans, þann helvítisbarm sem hann stendur á, höfum við séð áður hjá fóstbróður hans, Þorgeiri, í rekkju ekkjunnar í Normandí. 309
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.