Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 56
Tímarit Máls og menningar
Ást Þormóðs á Þórdísi er líka full af tvískinnungi. Hann gefur sig sömu-
leiðis á vald henni. Það er hún sem er húsbóndinn í Ogri á borði, þó að
hann sé það í orði. Þegar Þormóður gerir upp samband þeirra um það bil
sem þau skilja, lýsir hann því þannig að hann hafi fært fórnirnar, gert allt
sem henni mátti verða að skapi sökum ástar sinnar á henni. Þau virðast
bæði trúa því að samband þeirra hafi hamlað honum, smækkað hann. Samt,
eða kannski þess vegna, tilbiður Þormóður konu sína, fegurð hennar, ást-
ríki og forsjá. Tilbeiðsla hans á Þórdísi getur aðeins viðhaldist með Kol-
brúnu í baksýn. Þegar Þórdís leggst með þræl sínum (eins og Kolbrún) hef-
ur hún uppnumið þessar andstæður - og þá er ekkert eftir.
Bæði Tristans- og Don Juanmynstrið lýsa „misheppnuðum" ástasam-
böndum í þeim skilningi að samband elskendanna er tímabundið og dæmt
fyrirfram. Hvers vegna? Hér að framan hefur verið sýnt að móðurleitin
einkennir ástir Þormóðs Kolbrúnarskálds og hvernig Kolbrún og Þórdís
leika á víxl fyrir honum hlutverk hinnar góðu móður og hinnar vondu. En
um leið og þetta er sagt verður að undirstrika að móðurleit Þormóðs er
leitin að hinni horfnu módur, konurnar sem ganga honum í móðurstað geta
aðeins fullnægt þörfum hans en ekki þrá hans.7 Þormóður er látinn elska á
meðan hann elskar og hann laðast, sogast að „hinu kvenlega“ af því að
hann er skáld. Öfugt við Þorgeir Hávarsson þorir hann að láta kastast öfg-
anna á milli en hann þorir ekki að staðnæmast á „hyldýpisbarminum“ og
horfa ofan í djúpin, heldur flýr hann reynslu sína inn í nýja blekkingu.
Þrá Þormóðs hættir að hverfast um konur og beinist að frægð, ódauð-
leika, sjálfshafningu - og því meira sem hann fjarlægist ástina því meira af-
skræmist líkami hans uns hann er orðinn óþekkjanlegur. Þannig á sig kom-
inn leitar hann konungsins, þess sem á að fullnægja bæði þörf hans og þrá.
IV
Ólafur Haraldsson er enn flóknari persóna en fóstbræðurnir Þorgeir og
Þormóður. Ástarsaga Ólafs er fljótsögð en á þeim fáu síðum í sögu hans
sem fjalla um konur koma saman þættir úr tilfinningalífi bæði Þorgeirs og
Þormóðs. Eins og Þorgeir er Ólafur Haraldsson sonur metnaðarfullrar,
harðgeðja móður og föðurlaus. Móðirin sendir hann að heiman tólf ára,
eins og móðir Þorgeirs. En öfugt við Þorgeir á Ólafur stjúpföður, Sigurð
sú, sem bæði hann og móðirin fyrirlíta.
Tristansmynstrið sem við sáum hjá Þormóði má sjá í kvennamálum
Ólafs; það eru stöðugt meinbugir á ástum hans, hann syrgir Ingigerði þeg-
ar hann er með Ástríði og vill komast aftur til Ástríðar þegar hann er með
Ingigerði. Öfugt við Þormóð skipta þessar konur þó engu meginmáli í lífi
310