Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 64
Tímarit Máls og menningar
Því að reynslan af hinu óhugnanlega er þegar allt kemur til alls, hin hliðin á
trúarlegum, siðferðilegum og hugmyndafræðilegum lykilatriðum, sem gegna
því hlutverki að tryggja svefn einstaklinga og hneppa samfélögin í álög. Þess-
um lykilatriðum er ætlað að hreinsa hið óhugnanlega og bæla það. En brjót-
ist það sem bælt er fram, verður það „heimsendir" okkar og þess vegna kom-
umst við ekki hjá dramatískum og krampakenndum trúarkreppum. (Powers
of Horror, 209)
Oll reglukerfi byggjast á grundvallarandstæðunum „inni - úti“. Það sem er
innanvið er jákvætt, það sem við lokum úti er neikvætt eða ógnandi.
Hetjuhugsjónin í Gerplu byggir á andstæðuhugsun þar sem allt kvenlegt er
bannað, bælt, lokað úti. Og þá gerist það sem búast má við, því þrengra
sem hringurinn er dreginn, því meira verður utan hans og því ógnvænlegra
verður það - uns þeir sem byggja hringinn sjá sig tilneydda til að eyða því
sem ógnar tilvist hans.
Það sem gerir Gerplu að einni mögnuðustu bók sem ég hef lesið er að í
henni er sýnt hvernig valdbeitingin er byggð inn í alla okkar menningu og
þar með alveg inn í dýpstu persónugerð þeirra karlmanna sem bókin grein-
ir. Þeir eru á flótta undan sínum eigin ótta, óhugnaðinum - en þeir flýja
ekki inn í ástina heldur árásargirnina, hatrið. Gerpla er þannig heimsenda-
spá og ákaflega tragísk bók.
En í henni er líka húmor og íronía, afneitun á öllu viðteknu gildismati,
hlátur sem kraumar í textanum. Og þar sem hláturinn er, þar er líka sú lífs-
gleði sem er óvinur dauðans.
1. Shoshana Felman: „To open the Question", Yale French Studies, nos 55/51,
1977.
2. Halldór Kiljan Laxness: Gerpla. Helgafell, Rvk. 1952. Tilvísanir í svigum vísa til
þeirrar útgáfu.
3. Þó að samkynhneigð karla væri algeng og viðurkennd í hinu forna Grikklandi
var hún bönnuð meðal frjálsra borgara og varðaði borgararéttindi, vegna þess að
annar borgaranna varð að leika hlutverk konu og gera sig þar með að þolanda. Þetta
sýnir vel kvenfyrirlitninguna sem er hin hlið karlmennskudýrkunarinnar.
Svipuð eða sama hugsun birtist í fornum norrænum lögum og bókmenntum.
(sbr. Vigdis Solem: „Fra pederasti til filosofi. En presentasjon av Michel Foucault,
L’usage des plaisirs (Histoire de la sexualité 2) Paris 1984.“ NFT 20 (1985), 139-162,
og Folke Ström: „Níð, ergi and Old Norse moral attitudes", The Dorothea Coke
Memorial Lecture in Northern Studies, May 1973, University of London.
4. Hjá persónunni Þorgeiri er táknmyndin aðeins táknmynd. Hann er látinn vera
fullkomlega laus við allt ímyndunarafl og skopskyn á hann ekki til. (Um hugtökin
318