Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 80
Tímarit Máls og menningar
segir, verða konur að giftast, það er eina virðingarverða lífsstarfið sem þeim
býðst, en í öllum bókum sínum er Jane Austen grimm við hagkvæmnis-
hjónabönd. En til að flækja málin hefur hún nákvæmlega sömu vantrú á
ástríðusamböndum. Verstu örlög nokkurrar manneskju að hennar mati eru
að vera hneppt í varðhald sambúðar ósamlyndra hjóna, hvort sem upphaf
þeirrar sambúðar var girnd eða ágirnd.
Bennethjónin eru besta dæmið um þetta í Hroka og hleypidómum. Skýrt
er tekið fram að Bennet, vel greindur hæglætismaður, hafi fallið fyrir feg-
urð konunnar sem hann giftist en ekki hirt um að athuga hvort þau ættu
nokkuð sameiginlegt. Sambúð þeirra hefur gert þau bæði að verri mann-
eskjum. A móti þeim setur höfundur bróður frú Bennet og konu hans,
Gardinerhjónin. Þau eru að vísu kaupmannshjón í London sem landeig-
endaaðlinum þótti ekki fínn pappír á þeim tíma, en þau eru samstiga að
greind og gjörvileika, eiga sameiginleg áhugamál, taka fullt tillit hvort til
annars og reka líf sitt í sameiningu. Hver einustu hjón í sögunni eru ungum
persónum hennar rannsóknar- og umhugsunarefni en Gardinerhjónin
verða fyrirmynd Elísabetar.
Raunsœ á tíma rómantíkur?
Þó að Hroki og hleypidómar sé ástarsaga og skrifuð þegar rómantíska
stefnan var í uppgangi í Bretlandi, verður ekki með nokkrum rétti haldið
fram að Jane Austen sé talsmaður rómantískrar ástar - ástar í uppreisn eða
ástar í meinum. Ast við fyrstu sýn finnst henni fáránlegt fyrirbæri til að
byggja lífshamingju sína á. Gagnkvæm virðing sem byggð er upp smám
saman þykir henni miklu traustari undirstaða. Fljótt á litið virðast sögur
hennar alveg óskyldar verkum rómantísku höfundanna sem geystust fram á
sjónarsvið breskra bókmennta um sama leyti og hún. Charlotte Bronté,
sem fæddist árið áður en Jane Austen dó, leit greinilega á hana sem leif frá
eldri tíma. Hún skrifar í bréfi til G. H. Lewes árið 1848:
Af hverju ertu svona hrifinn af ungfrú Austen? Eg skil það ekki . . . Ég
hafði ekki lesið Hroka og hleypidóma þegar ég las það sem þú sagðir um þá
bók, svo að ég náði mér í hana. Og hvað sá ég? Nákvæma eftirmynd af
hversdagslegu andliti, vandlega girtan og vel ræktaðan garð með vel hirtu
gerði og viðkvæmu blómskrúði; ekki vott af skýrum, lifandi andlitsdráttum,
hvergi vítt og opið landslag, ekkert ferskt loft, engin blá fell, engan bunulæk.
Ekki myndi mig langa til að búa með löfðunum hennar og hefðarmönnunum
inni í þessum glæsilegu, lokuðu húsum. (Vitnað eftir Tony Tanner: „Int-
roduction.")
Það er eðlilegt að Charlotte Bronté skyldi finnast þetta. Miðað við fræg-
334