Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar segir, verða konur að giftast, það er eina virðingarverða lífsstarfið sem þeim býðst, en í öllum bókum sínum er Jane Austen grimm við hagkvæmnis- hjónabönd. En til að flækja málin hefur hún nákvæmlega sömu vantrú á ástríðusamböndum. Verstu örlög nokkurrar manneskju að hennar mati eru að vera hneppt í varðhald sambúðar ósamlyndra hjóna, hvort sem upphaf þeirrar sambúðar var girnd eða ágirnd. Bennethjónin eru besta dæmið um þetta í Hroka og hleypidómum. Skýrt er tekið fram að Bennet, vel greindur hæglætismaður, hafi fallið fyrir feg- urð konunnar sem hann giftist en ekki hirt um að athuga hvort þau ættu nokkuð sameiginlegt. Sambúð þeirra hefur gert þau bæði að verri mann- eskjum. A móti þeim setur höfundur bróður frú Bennet og konu hans, Gardinerhjónin. Þau eru að vísu kaupmannshjón í London sem landeig- endaaðlinum þótti ekki fínn pappír á þeim tíma, en þau eru samstiga að greind og gjörvileika, eiga sameiginleg áhugamál, taka fullt tillit hvort til annars og reka líf sitt í sameiningu. Hver einustu hjón í sögunni eru ungum persónum hennar rannsóknar- og umhugsunarefni en Gardinerhjónin verða fyrirmynd Elísabetar. Raunsœ á tíma rómantíkur? Þó að Hroki og hleypidómar sé ástarsaga og skrifuð þegar rómantíska stefnan var í uppgangi í Bretlandi, verður ekki með nokkrum rétti haldið fram að Jane Austen sé talsmaður rómantískrar ástar - ástar í uppreisn eða ástar í meinum. Ast við fyrstu sýn finnst henni fáránlegt fyrirbæri til að byggja lífshamingju sína á. Gagnkvæm virðing sem byggð er upp smám saman þykir henni miklu traustari undirstaða. Fljótt á litið virðast sögur hennar alveg óskyldar verkum rómantísku höfundanna sem geystust fram á sjónarsvið breskra bókmennta um sama leyti og hún. Charlotte Bronté, sem fæddist árið áður en Jane Austen dó, leit greinilega á hana sem leif frá eldri tíma. Hún skrifar í bréfi til G. H. Lewes árið 1848: Af hverju ertu svona hrifinn af ungfrú Austen? Eg skil það ekki . . . Ég hafði ekki lesið Hroka og hleypidóma þegar ég las það sem þú sagðir um þá bók, svo að ég náði mér í hana. Og hvað sá ég? Nákvæma eftirmynd af hversdagslegu andliti, vandlega girtan og vel ræktaðan garð með vel hirtu gerði og viðkvæmu blómskrúði; ekki vott af skýrum, lifandi andlitsdráttum, hvergi vítt og opið landslag, ekkert ferskt loft, engin blá fell, engan bunulæk. Ekki myndi mig langa til að búa með löfðunum hennar og hefðarmönnunum inni í þessum glæsilegu, lokuðu húsum. (Vitnað eftir Tony Tanner: „Int- roduction.") Það er eðlilegt að Charlotte Bronté skyldi finnast þetta. Miðað við fræg- 334
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.