Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 81
Skáldkona á tímamótum ustu skáldsögu hennar, Jane Eyre, er lítið rómantískt æði í Hroka og hleypidómum. Höfundar yfirlitsrita um enskar bókmenntir veigra sér líka við því að setja Jane Austen í hóp með rómantískum samtímamönnum sín- um eins og Shelley, Wordsworth, Byron og Walter Scott, og hyllast til þess - þó flestir án þess að segja það berum orðum - að telja hana með upplýs- ingarmönnum. Rómantískir órar eru henni líka fjarri, að þeim gerir hún gys hvenær sem færi gefst. En ég held að ekki sé fjarri lagi að halda fram að vegna þess að hún lifði og starfaði á sögulegum tímamótum hafi hún fengið betri útsýnisstað en fyrirrennarar hennar, getað horft bæði fram og aftur og notfært sér hvaðeina sem höfðaði til hennar. Ekki veit ég hvort margir lesendur Hroka og hleypidóma eru sammála Charlotte Bronté um það að mynd Elísabetar sé litlaus eftirlíking af hvers- dagslegu andliti. Elísabet sker sig úr kvennahóp sögunnar einmitt fyrir það að vera „útivera" en hvorki stofustáss eins og Bingleysystur né gróður- hússplanta eins og ungfrú de Bourgh. Þegar hún kemur heim til Pemberley á ferðalagi sínu norður í Derbyshire með Gardinerhjónunum er það um- hverfið sem heillar hana miklu meira en húsið. Þegar hún gengur herbergi úr herbergi er það útsýnið sem hún horfir á, ekki húsgögnin. Og það er mynd Darcys í þessu umhverfi sem gerir henni ljóst hvað hún hefur verið haldin miklum hleypidómum gagnvart honum, ekkert síður en málverkið af honum sem mætir henni í hjartastað hússins. Það eru einmitt þessi „rómantísku" einkenni sem laða Darcy að Elísabet eins og kemur vel í ljós í 7. kafla þegar Elísabet fer fótgangandi til Nether- field til að vitja um Jane sem þar liggur veik og er vísað inn í stofu, heitri og rjóðri og skítugri eftir gönguna. Systrum Bingleys finnst hún vera eins og villimaður! En Darcy er heillaður, þvert gegn vilja sínum, af heitum vöng- um og skærum augum. Sjálfur er Darcy náttúrulega rómantísk karlhetja. Fálátur, þögull um einkamál sín, ungu stúlkunni - og jafnvel lesanda - sönn ráðgáta lengi vel. Hannn sameinar í einni persónu „hetjuna" í ástarsögunum og „vonda manninn“ - rétt eins og Elísabet er bæði kvikindisleg og yndisleg, greind og heimsk - og það er eitt af því sem hefur þessa sögu upp yfir stælingarnar ótöldu sem hafa verið gerðar á henni. Af öllum karlhetjum Jane Austen kemst Darcy næst því að minna á Rochester í Jane Eyre þó að ekkert óhugnanlegt leyndarmál eigi hann uppi á háalofti. Ást hans á Elísabet er líka sannkölluð ástríða holdsins sem tilfinning hans fyrir því sem sæmilegt er fær ekki bugað. Þegar allt kemur til alls er það þó ekki „villingurinn" Elísabet eða „ráð- gátan“ Darcy sem vísa fram til rómantíkur eða ennþá lengra, allt til okkar tíma, heldur krafa verksins um sjálfstæði einstaklingsins. Jane Austen trúir 335
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.