Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 84
Matthías Vidar Sœmundsson
Myndir á Sandi
um frásagnarlist nútímaskáldsagna
Hið hefðbundna sjónarmið: skáldið skyggnist í gegnum sérnöfn hlut-
anna og afhjúpar eðli þeirra og dulin vensl. Það ræður heiminn eins og
dulmál, vekur sofandi tákn, lætur þau ljóma að nýju í tungumáli sem
öðru fremur einkennist af líkingalist, myndhvörfum, tungumáli sem
eyðir mismun táknanna og fellir heiminn, reynslu manns í eina heild. Að
þessu leyti fara örlög skáldsins og hins vitfirrta manns saman. Vitfirring-
urinn er ómeðvitaður um mismun og sér hvarvetna teikn um hliðstæður.
I vitund hans samsvarar eitt tákn öllum öðrum táknum'.
Sjónarmið þetta á rætur sínar í þekkingarhætti liðins tíma. Það var öfl-
ugt í tíð rómantísku stefnunnar og raunar má rekja það allt aftur til
Endurreisnartímans ef marka má niðurstöður franska fræðimannsins
Michels Foucault2. Hann taldi að vestræn þekking hefði fram til loka
16du aldar einkennst af samsvörunum: trú á einingu orða og hluta, faðm-
lag þeirra, samstæður. Endurreisnarmaðurinn, sagði Foucault, hugsaði í
jafngildum og líkingum. Samsvörunarlögmálið stjórnar ritskýringum
hans og túlkun texta; það liggur táknkerfi hans til grundvallar, gerir vitn-
eskju um sýnilega og ósýnilega hluti mögulega, er skilyrði sérhverrar
orðræðu, réttlæting hennar. Heimurinn faðmar sjálfan sig, jörð speglar
himin og auga stjörnu, fyrirbæri skarast og renna saman, tvöfaldast,
mynda keðjur. Heimurinn allur lýtur reglu samúðar eða aðlöðunar, hið
einstæða dregst að öllu öðru, krafturinn slíkur að án andófs rynni ver-
öldin saman í kennimarkalausa heild - hið sama. Onnur regla, andúðin,
veldur því að jafnvægi helst. Endurreisnarmaðurinn, sagði Foucault,
trúði því að Guð hefði merkt fyrirbærin með teiknum er opinberi líkindi
þeirra - sýnileg tákn ósýnilegra jafngilda. Þekkingarhátt Endurreisnar-
innar, sagði Foucault, hæfir því að nefna „prósa heimsins“: Rúmið er
líkast opinni bók með síðum sem þéttskrifaðar eru af táknum, dularfull-
um merkjum er fléttast saman og endurtaka stundum sjálf sig. Mestu
varðaði að lesa úr þeim, ráða þau. Teikn þessa heims eru oftar en ekki
óljós og dulin, sagði Foucault, af þeim sökum fólst þekkingarleitin í
338