Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 96
Tímarit Máls og menningar
nærmynd af andliti með slíkri nákvæmni að yfirsýn er útilokuð. Myndefn-
ið varla annað en safn brota eða flata sem hrannast upp og gera lesanda illa
kleift að skynja heildina. Lýsingatækni af þessu tagi kemur mjög víða fyrir
í Fuglinum. Oft er eins og sjálfið breyti um stefnu á eirðarlausu róli sínu,
flæði inn í fyrirbærin og sameinist þeim eða öllu heldur hringsóli um þau í
leit að sannleika þeirra og innstu verund; fjöldi táknmiða verður til sem öll
eru greinar sama táknmiðs. Þessi nafnskiptahneigð birtist stundum í rúm-
fræðilegum myndgerðum þar sem margbreytilegum smáatriðum er þjappað
saman innan stuttrar mállotu. Dæmi:
A myndinni er fyrst skáflötur þvert yfir sem hallar til vinstri nótnaborðs-
ins, og síðan krappari skálína markandi enda hins gljáandi slaghörpuloksins
(hvaða?) sem hallar öfugt: frá vinstri frá myndmiðjunni til hægri og væri þá
sterk sú fyrri en hin heldur áfram; en sú endar í stuttfleti nótnabókarinnar,
og konan situr svo uppaf nótnabókinni að sjá (í þeirri stefnu) og þar fyrir of-
an hvítmisturlitur af glugganum stóra með slæðunum hangandi niður en eru
opnar (slæðurnar) móts við svart lítið höfuð hennar. . .(161)
í rauninni gerist ekkert. Fyrirbærinu er lýst án líkinga eða skírskotana,
formum þess og hlutföllum. Ekki er þó um algera hlutlægni að ræða því að
myndin eins og grefur undan sjálfri sér. Hið óvissa sjálf dregur skynjun
sína í efa (,,hvaða?“) og gerir um leið athugasemdir við orðræðu sína innan
sviga. Ekki er lýst fyrirbæri heldur vitund um fyrirbæri, sundurliðaðri og
umskapaðri reynslu, enda felur hlutlæg lýsing ávallt í sér huglæga afstöðu:
mannhverft samband sjálfs og heims.
Fjölmargir höfundar hafa á þessari öld reynt að „hreinsa“ tungumálið og
laga það að kennd tómleika og merkingarleysis. Sumir hafa jafnvel hafnað
myndhvörfum með öllu. Textar Alains Robbe-Grillet einkennast til dæmis
af hárnákvæmum, rúmfræðilegum lýsingum, kviki frá hlut til hlutar, leit að
verund án hugtaks eða ímyndaðrar merkingar. Nafnskiptaháttur tungu-
málsins er nýttur út í hörgul og táknrænni heimssýn hafnað. Að baki býr
vissa um að skynjun okkar sé firrt, að við sjáum ekki veruleikann fyrir
hugmyndum okkar um hann. Thor notar víða svipaða tækni og Robbe-
Grillet en virðist þó meðvitaður um að nafnskiptaleiðin er vörðuð tilsniðn-
um andstæðum og túlkunum. Hefur og sjálfur sagt í viðtali: „Þetta er
skáldskapur, sem er sprottinn af skynjun og reynslu, en þar er ekki að
finna mál af persónunum, lengd og þyngd eins og maður væri að gefa þeim
passa./. . ./ég er alltaf mjög huglægur í minum aðferðum"18.
Rúmfræðilegar lýsingar, hæðir og lengdir, hlutföll og fjarlægðir eru form
sem maðurinn hefur lagt yfir hlutveruleikann. Form sem lýsa fremur af-
stöðu til fyrirbæranna en fyrirbærunum sjálfum eða, með orðum Maurice
350