Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 96
Tímarit Máls og menningar nærmynd af andliti með slíkri nákvæmni að yfirsýn er útilokuð. Myndefn- ið varla annað en safn brota eða flata sem hrannast upp og gera lesanda illa kleift að skynja heildina. Lýsingatækni af þessu tagi kemur mjög víða fyrir í Fuglinum. Oft er eins og sjálfið breyti um stefnu á eirðarlausu róli sínu, flæði inn í fyrirbærin og sameinist þeim eða öllu heldur hringsóli um þau í leit að sannleika þeirra og innstu verund; fjöldi táknmiða verður til sem öll eru greinar sama táknmiðs. Þessi nafnskiptahneigð birtist stundum í rúm- fræðilegum myndgerðum þar sem margbreytilegum smáatriðum er þjappað saman innan stuttrar mállotu. Dæmi: A myndinni er fyrst skáflötur þvert yfir sem hallar til vinstri nótnaborðs- ins, og síðan krappari skálína markandi enda hins gljáandi slaghörpuloksins (hvaða?) sem hallar öfugt: frá vinstri frá myndmiðjunni til hægri og væri þá sterk sú fyrri en hin heldur áfram; en sú endar í stuttfleti nótnabókarinnar, og konan situr svo uppaf nótnabókinni að sjá (í þeirri stefnu) og þar fyrir of- an hvítmisturlitur af glugganum stóra með slæðunum hangandi niður en eru opnar (slæðurnar) móts við svart lítið höfuð hennar. . .(161) í rauninni gerist ekkert. Fyrirbærinu er lýst án líkinga eða skírskotana, formum þess og hlutföllum. Ekki er þó um algera hlutlægni að ræða því að myndin eins og grefur undan sjálfri sér. Hið óvissa sjálf dregur skynjun sína í efa (,,hvaða?“) og gerir um leið athugasemdir við orðræðu sína innan sviga. Ekki er lýst fyrirbæri heldur vitund um fyrirbæri, sundurliðaðri og umskapaðri reynslu, enda felur hlutlæg lýsing ávallt í sér huglæga afstöðu: mannhverft samband sjálfs og heims. Fjölmargir höfundar hafa á þessari öld reynt að „hreinsa“ tungumálið og laga það að kennd tómleika og merkingarleysis. Sumir hafa jafnvel hafnað myndhvörfum með öllu. Textar Alains Robbe-Grillet einkennast til dæmis af hárnákvæmum, rúmfræðilegum lýsingum, kviki frá hlut til hlutar, leit að verund án hugtaks eða ímyndaðrar merkingar. Nafnskiptaháttur tungu- málsins er nýttur út í hörgul og táknrænni heimssýn hafnað. Að baki býr vissa um að skynjun okkar sé firrt, að við sjáum ekki veruleikann fyrir hugmyndum okkar um hann. Thor notar víða svipaða tækni og Robbe- Grillet en virðist þó meðvitaður um að nafnskiptaleiðin er vörðuð tilsniðn- um andstæðum og túlkunum. Hefur og sjálfur sagt í viðtali: „Þetta er skáldskapur, sem er sprottinn af skynjun og reynslu, en þar er ekki að finna mál af persónunum, lengd og þyngd eins og maður væri að gefa þeim passa./. . ./ég er alltaf mjög huglægur í minum aðferðum"18. Rúmfræðilegar lýsingar, hæðir og lengdir, hlutföll og fjarlægðir eru form sem maðurinn hefur lagt yfir hlutveruleikann. Form sem lýsa fremur af- stöðu til fyrirbæranna en fyrirbærunum sjálfum eða, með orðum Maurice 350
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.