Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 98
Tímarit Máls og menningar
temps de la narration) og hins vegar skáldskapartími (le temps de la
fiction)21. í hefðbundnum textum tengjast sviðin tvö yfirleitt á kerfisbund-
inn hátt. Horft er frá láréttri nútíð niður til lóðréttrar fortíðar, þ.e. frásagn-
arþáttur a samsvarar skáldskaparþtetti a1 í tíma. Oft eru venslin þó nokkuð
flóknari. Gott dæmi er skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Sxlir eru einfald-
ir. Hún deilist í átta kafla og greinir frá atburðum einnar viku. Hverjum
degi er helgaður sérstakur kafli og fylgja þeir hver öðrum í tímaréttri röð.
Sagt er frá í nútíð og sköpuð sú blekking að tími frásagnar og skáldskapar
sé einn og hinn sami. Upphafskaflinn sker sig þó úr því hann vísar til þess
sem á sér stað að morgni sjöunda dags. Sundrar á þann hátt blekkingunni
og veldur því að vensl tímasviðanna eru skárétt í sögunni allri, að frásögnin
vísar stöðugt aftur fyrir sig í tíma. Munstrið má setja upp á eftirfarandi
hátt:
Sé horft til smærri sneiða innan textans sést að vensl tímasviðanna eru til
muna flóknari; mikið er um endurlit og fyrirboða sem rjúfa munstrið. Þess
er þó jafnan gætt að röðunin brjóti ekki í bága við „forskilvitlegan“ tíma-
skilning: atvik eru tengd saman í röklegan söguþráð með nafnskiptum
hætti. I hefðbundnum verkum ríkir oftast nær slíkt samræmi á milli tíma-
sviða því að augljós mismunur stofnar hinni skáldlegu blekkingu í hættu.
Athygli lesandans dregst þá um of að textanum sjálfum og framvindu hans.
Slík er raunin með marga nútímatexta. Frásagnartími þeirra er oft þaninn
út á kostnað skáldskapartíma sem stundum er nærfellt stöðvaður. I slíkum
tilvikum er eins og línur þeirra teygist hvor í sína áttina. Hreyfing textans
sjálfs tekur völdin af framrás sögunnar. Hið hefðbundna tímakerfi sundrast
og annað verður til: margrætt, flotkennt og huglægt. Samhengi tímans
virðist vera horfið eða öllu heldur hæfi vitundarinnar til að skilja það. Tím-
inn er ekki lengur hlutlægur sannleikur heldur skynjun og tilfinning, af-
stæð huglægni.
í Fuglinum laða einstakar lýsingar að sér athygli lesandans svo að hann
missir sjónar af samhenginu, hinu almenna, og hverfur nánast inn í það sem
lýst er. Mynd umlykur aðrar myndir á fjölbreytilegan og skrautlegan hátt.
Við fyrstu sýn virðist myndmálið kyrrstætt. Það tengist sjaldan sögulegri
framvindu, sýnist sjálfu sér nógt, tímalaust. Svo er þó ekki sé grannt lesið.
Dæmi:
352