Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 104
Tímarit Máls og menningar
urskin eða tjáning dularmáttar; allt hefur merkingarríka dýpt:„ . . .stund-
um höfðu urrandi lénsvindar lamizt á mótum í drottinvaldi sem kannski fól
mynd sína í hinum oddgnævu tindum ókleifum og bönnuðu öðrum en ein-
mana vængbreiðum erni sem brýndi gogginn og bar tíðindi tindbúanum
um einsemd skammlífra í veröldinni“ (188). Hrikalegt fjalllendi kveikir
kennd smæðar og einmanaleika, aðkenningu sem á einhvern hátt samsam-
ast náttúrunni: „Stærð næturinnar tók á þeim, og þeir fundu hve smáir þeir
voru þarna; og fundu að þeir voru ekki tveir einir heldur einn og annar til
einn“ (188). Náttúran flytur förumanninum boð líkt og fyrir goðkynjaða
orðsendingu; „maðurinn" skynjar sárar en ella útlegð sína, fjarlægðina og
vanmátt hins mennska. Stíll af þessu tagi einkennir Fuglinn allan og vekur
ýmsar spurningar. Hlutdræg túlkun, blekkt sýn?
Höfundurinn á að horfa og skrásetja síðan, sagði Alain Robbe-Grillet.
Hann á að lýsa án þess að túlka því að dýptin er blekking. Skriftin á að vera
róttæk aðgerð sem lýsir heiminum án sálfræðilegra eða heimspekilegra vís-
ana: heiminum eins og hann er áður en hann verður eitthvað. Myndhvörf,
sagði sami höfundur, skapa falskt samband og gefa til kynna að fyrirbærin
séu annað en þau eru. Þau stofna samfélag með sjálfi og heimi, gæða dauða
hluti lífi. Sé til dæmis sagt að fjall sé „tignarlegt“ þá öðlast það persónuleika
og fyllir manneskjuna lotningu: „Ég gleymi því að það er ég og aðeins ég
sem reyni dapurleika eða einsemd; þessar kenndir umsnúast með skjótum
hætti í djúplægan raunveruleika efnisheimsins" 29. Draumur um edens-
tungu: hlutlaust og tært tungumál er spegli eilíf form hlutanna; draumur
um að samræma það sem ósamrýmanlegt er: tungumálið og raunveruleik-
ann.
Alain Robbe-Grillet varð seinna meir ljóst að allt tungumál er mann-
hverft í þeim skilningi að það felur ávallt í sér mannlegt frumlag, hagsmuni
og stöðu þess sem skynjað hefur og talar síðan eða skrifar. í því ljósi er
andstæða nafnskipta og myndhvarfa ekki jafn gagnger og virðist við fyrstu
sýn. Roman Jakobsson notar lýsingu Tolstoys á sjálfsvígi Önnu Karenínu
sem dæmi um nafnskiptatækni. Bendir á að þar sé listrænni athygli beint að
smáatriði, handtösku söguhetjunnar. Það er rétt en slík lýsingatækni felur
þó oft í sér tvöföldun merkingar, útvíkkun persónu, táknræna skírskotun. í
skáldsögunni Upp við fossa (1900) eftir Þorgils gjallanda er eftirfarandi lýs-
ing:
Gróa dró vettlinginn af hægri hendi, hvítri og varmri, staldraði við og varp
öndinni. Hann var fagur, gullbaugurinn á fingrinum, digur og rauðgljáandi;
af engum vanefnum gerður30.
Dregin er upp nærmynd og athyglinni síðan beint að baugnum sem
358
>