Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 104
Tímarit Máls og menningar urskin eða tjáning dularmáttar; allt hefur merkingarríka dýpt:„ . . .stund- um höfðu urrandi lénsvindar lamizt á mótum í drottinvaldi sem kannski fól mynd sína í hinum oddgnævu tindum ókleifum og bönnuðu öðrum en ein- mana vængbreiðum erni sem brýndi gogginn og bar tíðindi tindbúanum um einsemd skammlífra í veröldinni“ (188). Hrikalegt fjalllendi kveikir kennd smæðar og einmanaleika, aðkenningu sem á einhvern hátt samsam- ast náttúrunni: „Stærð næturinnar tók á þeim, og þeir fundu hve smáir þeir voru þarna; og fundu að þeir voru ekki tveir einir heldur einn og annar til einn“ (188). Náttúran flytur förumanninum boð líkt og fyrir goðkynjaða orðsendingu; „maðurinn" skynjar sárar en ella útlegð sína, fjarlægðina og vanmátt hins mennska. Stíll af þessu tagi einkennir Fuglinn allan og vekur ýmsar spurningar. Hlutdræg túlkun, blekkt sýn? Höfundurinn á að horfa og skrásetja síðan, sagði Alain Robbe-Grillet. Hann á að lýsa án þess að túlka því að dýptin er blekking. Skriftin á að vera róttæk aðgerð sem lýsir heiminum án sálfræðilegra eða heimspekilegra vís- ana: heiminum eins og hann er áður en hann verður eitthvað. Myndhvörf, sagði sami höfundur, skapa falskt samband og gefa til kynna að fyrirbærin séu annað en þau eru. Þau stofna samfélag með sjálfi og heimi, gæða dauða hluti lífi. Sé til dæmis sagt að fjall sé „tignarlegt“ þá öðlast það persónuleika og fyllir manneskjuna lotningu: „Ég gleymi því að það er ég og aðeins ég sem reyni dapurleika eða einsemd; þessar kenndir umsnúast með skjótum hætti í djúplægan raunveruleika efnisheimsins" 29. Draumur um edens- tungu: hlutlaust og tært tungumál er spegli eilíf form hlutanna; draumur um að samræma það sem ósamrýmanlegt er: tungumálið og raunveruleik- ann. Alain Robbe-Grillet varð seinna meir ljóst að allt tungumál er mann- hverft í þeim skilningi að það felur ávallt í sér mannlegt frumlag, hagsmuni og stöðu þess sem skynjað hefur og talar síðan eða skrifar. í því ljósi er andstæða nafnskipta og myndhvarfa ekki jafn gagnger og virðist við fyrstu sýn. Roman Jakobsson notar lýsingu Tolstoys á sjálfsvígi Önnu Karenínu sem dæmi um nafnskiptatækni. Bendir á að þar sé listrænni athygli beint að smáatriði, handtösku söguhetjunnar. Það er rétt en slík lýsingatækni felur þó oft í sér tvöföldun merkingar, útvíkkun persónu, táknræna skírskotun. í skáldsögunni Upp við fossa (1900) eftir Þorgils gjallanda er eftirfarandi lýs- ing: Gróa dró vettlinginn af hægri hendi, hvítri og varmri, staldraði við og varp öndinni. Hann var fagur, gullbaugurinn á fingrinum, digur og rauðgljáandi; af engum vanefnum gerður30. Dregin er upp nærmynd og athyglinni síðan beint að baugnum sem 358 >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.