Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 105
Myndir á Sandi „hluta fyrir heild“. En um leið kemur í ljós myndhverft gildi textans. Hann lýsir ekki aðeins ytri búnaði persónunnar heldur og stöðu hennar í sið- ferðilegu og félagslegu samhengi. Baugurinn er í senn tákn fyrir hjónaband og stéttarstöðu — valdboð sem tortíma ástarfélagi þeirra Gróu og Geir- mundar, aðalpersóna sögunnar. Hugtök nafnskipta og myndhvarfa eru engu að síður góð leiðarljós inn í myrkviðu bókmenntanna sé vel með farið. Af fyrirferð þeirra má jafnvel sjá togstreitu þekkingarhátta og heimssýna: Er veröldin safn tómra nafna eða merkingarríkra teikna? Myndhverfð formgerð hefur orðið æ tíðari í skáldsögum seinni ára; dæmi: Hjartað býr enn í belli sínum (1982), Maður og haf (1984), Eftirmáli regndropanna (1986), Gunnlaðarsaga (1987). I ljósi þessa kvikna ýmsar spurningar. Býr að baki sérstök nútímaleg upplifun? Eða er um að ræða afturhvarf til tíma þegar „orðin ljómuðu í allsherjar samsvörun fyrirbæranna“?31 Fuglinn: samleikur kynlífs og dauða I Fuglinum er „saga“ sem birtist á myndrænan hátt í samleik nútímalýsinga og goðsagnar, samleik sem að lokum leiðir til samruna, niðurstöðu. Þrátt fyrir sundurleitni og tímanlega óreiðu felur verkið í sér ákveðna framvindu sem tengist vitund „mannsins", leit hans að sjálfumleika eða samsemd. En hvað er goðsögn? I fáum orðum sagt er hún vísdómur þar sem reynt er að samræma þversagnir tilverunnar, óreiðuna og hið óskiljanlega, eftir leið innsæis, vísdómur margra alda, samþjappaður, hugsunarháttur af sérstöku tagi. Tímaviðmið goðsögunnar eru tvenns konar. Annars vegar vísar hún til atburða sem eiga að hafa gerst fyrir löngu. Hins vegar lýsir hún aðstæðum sem eru án tíma; skýrir nútíð jafnt sem fortíð og framtíð; er söguleg og ósöguleg í senn. Höfundur Fuglsins nýtir þessar eigindir hennar með því að flétta saman nútíma og eldforna sögn um konung og gyðju, sögn sem er túlkun á hringrás alls lífs, glímu vitundar og tíma, kynlífs og dauða. Sögnin er ekki aðeins til skrauts eða skýringar heldur er hún sameinandi þáttur því að sviðin tvö sækja sífellt merkingu hvort í annað með myndhverfðum hætti; hin tímalausa goðsögn speglar nútímann líkt og gamanleikurinn í Hamlet speglaði konungsmorðið. Textinn öðlast að segja má meðvitund um sjálfan sig, verður að eigin spegilmynd. Meginhugsunin er og þróuð með sífelldum samanburði sviðanna tveggja. Kjarni goðsögunnar: Það voru hof á ströndinni og íburðarmiklar hallir aðalsins, helztu guðirnir voru dýrkaðir hérna Júpíter og Díana. Og hér var maður tignaður sem hold- tekja Júpíters og hann átti að tryggja uppskeru og ríkulegan ávöxt en hann 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.