Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 116
Umsagnir um bækur UM VEFARANN Halldór Gudmundsson. „Loksins, loksinsVefarinn mikli og npphaf íslenskrar nútímabókmennta. Mál og menning. Reykjavík 1987. 232 bls. Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er ekki aðeins þýðingarmikill áfangi á hinum langa rithöfundarferli Halldórs Laxness. Þetta verk táknar einnig tímamót í ís- lenskri skáldsagnagerð yfirleitt. Siíkt rit hefði vafalaust vakið mikla eftirtekt víða á Norðurlöndum um það leyti sem það birtist. Það er því engin furða að ís- lenskur ritdómari, Kristján Albertsson, fagnaði Vefaranum af hrifningu. Rit- dómur hans í tímaritinu Vöku 1927 hefst á orðunum: „Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr fiatneskju íslenskrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára!“ „Loksins, loksins“ - einmitt þau orð hefur Halldór Guðmundsson kosið sem heiti bókar sinnar með undirtitilinn „Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nú- tímabókmennta“. Einsog þessi titill bendir til hefur ætlun höfundar verið „að nota verk Halldórs sem útgangs- punkt til að ræða þróun íslenskra bók- mennta fyrsta áratuginn eftir fullveldið 1918“ (8). I því skyni er athyglinni beint að „þriðja áratugnum," sem virðist hafa haft í för með sér gagngera breytingu í menningarlífi íslendinga. Reykjavík þróast smásaman í áttina til borgaralegs þjóðfélags; þýðing borgarinnar er gefin til kynna í fyrirsögninni „Menningar- byltingin og Reykjavík" (26). „A fyrstu tveimur áratugum aldar- innar er það enn svo að flestir sem láta sig dreyma um að verða rithöfundar fara utan, meirihlutinn reyndar til Dan- merkur. Það var erfitt að koma bókum út á Islandi og höfundar gátu ekki vænst mikilla tekna.“ (35) En á „þriðja áratugnum" - sem er eitt meginhugtak- ið í bókinni - hafa skilyrði mennta- manna breyst verulega. Það er til dæmis furðulegt, að minnsta kosti í augum út- lendings, að stærsta iðnfyrirtækið í Reykjavík á fullveldisárinu skyldi vera prentsmiðja: „Gutenberg með 40 starfs- menn“ (29). Menningartímaritin standa með miklum blóma. Iðunn, Eimreiðin og Vaka (stofnuð 1927) eru með „um 2000 áskrifendur hvert árið 1928“ (42). Þetta eru forvitnilegar tölur, og hefðu vissulega þótt mjög viðunandi hvar sem er á Norðurlöndum. Þar að auki varð hið gamla og virðulega tímarit Skírnir ársrit, „2-300 blaðsíður í hvert sinn“ (42). „Arsáskrift að tímariti kostaði yf- irleitt 10 krónur, sem voru daglaun verkamanna." (42) I kaflanum „Hugmyndafræði ís- lenskra menntamanna" (45-61) er fjallað um framlag manna einsog Agústs H. Bjarnasonar, Guðmundar Finnboga- sonar og Sigurðar Nordals í umræðum um íslensk menningarmál. Þeir höfðu allir lært við erlenda háskóla og voru þannig vel að sér í evrópskum menning-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.