Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 116
Umsagnir um bækur
UM VEFARANN
Halldór Gudmundsson.
„Loksins, loksinsVefarinn mikli og
npphaf íslenskrar nútímabókmennta.
Mál og menning.
Reykjavík 1987.
232 bls.
Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er ekki
aðeins þýðingarmikill áfangi á hinum
langa rithöfundarferli Halldórs Laxness.
Þetta verk táknar einnig tímamót í ís-
lenskri skáldsagnagerð yfirleitt. Siíkt rit
hefði vafalaust vakið mikla eftirtekt
víða á Norðurlöndum um það leyti sem
það birtist. Það er því engin furða að ís-
lenskur ritdómari, Kristján Albertsson,
fagnaði Vefaranum af hrifningu. Rit-
dómur hans í tímaritinu Vöku 1927
hefst á orðunum: „Loksins, loksins
tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og
hamraborg upp úr fiatneskju íslenskrar
ljóða- og sagnagerðar síðustu ára!“
„Loksins, loksins“ - einmitt þau orð
hefur Halldór Guðmundsson kosið sem
heiti bókar sinnar með undirtitilinn
„Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nú-
tímabókmennta“. Einsog þessi titill
bendir til hefur ætlun höfundar verið
„að nota verk Halldórs sem útgangs-
punkt til að ræða þróun íslenskra bók-
mennta fyrsta áratuginn eftir fullveldið
1918“ (8).
I því skyni er athyglinni beint að
„þriðja áratugnum," sem virðist hafa
haft í för með sér gagngera breytingu í
menningarlífi íslendinga. Reykjavík
þróast smásaman í áttina til borgaralegs
þjóðfélags; þýðing borgarinnar er gefin
til kynna í fyrirsögninni „Menningar-
byltingin og Reykjavík" (26).
„A fyrstu tveimur áratugum aldar-
innar er það enn svo að flestir sem láta
sig dreyma um að verða rithöfundar
fara utan, meirihlutinn reyndar til Dan-
merkur. Það var erfitt að koma bókum
út á Islandi og höfundar gátu ekki
vænst mikilla tekna.“ (35) En á „þriðja
áratugnum" - sem er eitt meginhugtak-
ið í bókinni - hafa skilyrði mennta-
manna breyst verulega. Það er til dæmis
furðulegt, að minnsta kosti í augum út-
lendings, að stærsta iðnfyrirtækið í
Reykjavík á fullveldisárinu skyldi vera
prentsmiðja: „Gutenberg með 40 starfs-
menn“ (29). Menningartímaritin standa
með miklum blóma. Iðunn, Eimreiðin
og Vaka (stofnuð 1927) eru með „um
2000 áskrifendur hvert árið 1928“ (42).
Þetta eru forvitnilegar tölur, og hefðu
vissulega þótt mjög viðunandi hvar sem
er á Norðurlöndum. Þar að auki varð
hið gamla og virðulega tímarit Skírnir
ársrit, „2-300 blaðsíður í hvert sinn“
(42). „Arsáskrift að tímariti kostaði yf-
irleitt 10 krónur, sem voru daglaun
verkamanna." (42)
I kaflanum „Hugmyndafræði ís-
lenskra menntamanna" (45-61) er fjallað
um framlag manna einsog Agústs H.
Bjarnasonar, Guðmundar Finnboga-
sonar og Sigurðar Nordals í umræðum
um íslensk menningarmál. Þeir höfðu
allir lært við erlenda háskóla og voru
þannig vel að sér í evrópskum menning-