Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 125
Sjón skrifar skáldsögu. Hefur hann
með öðrum orðum yfirgefið undirdjúp-
in og tekið framvindu frásagnar fram
yfir þann glundroða sem er ríkjandi í
ljóðagerð hans? Eg held ekki, mér sýn-
ist hann hafi alla tíð staðið í flæðarmál-
inu. Mörg ljóða hans búa yfir sögu-
þræði en söguþráður Stálnætur er slitr-
óttur vegna þess hvernig þættirnir tveir
slíta hvorn annan í sundur. Þegar á
heildina er litið felst spennumagn Stál-
rnetur, eins og ljóða hans, í myndmál-
inu. Blæbrigði þess eru mörg og nýstár-
leg. Sjóni dvelst ekki aðeins við kröft-
ugar, sláandi myndir, eins og þá sem er
dregin upp í Fomum ástum, heldur
einnig við smáskart á borð við þessa lát-
lausu nýgervingu:
Ratsjárdiskur á stærð við konu-
hönd hringsnýst fremst á vélar-
hlífinni, þreifar á hafinu. Dregur
upp myndir af umhverfinu með
rauðu ljósi á gráan mattan flöt í
mælaborðinu fyrir ofan stýrið.
(U)
Annað dæmi um myndbragð Sjóns er
lýsingin á sýn Finnsins þegar hann hef-
ur gefið fiskunum sínum að borða og
slökkt ljósið:
Fiskabúrið verður aftur að þög-
ulli skuggaborg. Hann horfir í
gegnum það. Ut yfir götuna og
bílastæðin. Háhýsi rís gegn ein-
litu kvöldinu. Fiskarnir synda
um himininn, plönturnar standa
upp úr þakinu eins og loftnet.
Og þeir stinga sér niður í kantað-
an skuggann, týnast, birtast og
hverfa. Finnurinn fylgir þeim eft-
ir. Sér að þeir éta og éta. Kjaft-
arnir opnast og lokast stanslaust
en maturinn er búinn. Þeir narta
í húsið. Glefsa og hamast. Steyp-
an brotnar utan af járnbinding-
Umsagnir um bakur
unni og fellur til botns. Finnur-
inn sér glitta í ótal heima. Fisk-
arnir reka tungurnar inn á milli
járnanna, mola innveggina, og
heilu íbúðirnar opnast. Finnur-
inn sér ljós kveikt og slökkt.
Fólk gengur fram og aftur. Höf-
uð snúast, augu opnast, varir
skiljast að og sameinast, augu
lokast. Það gefur frá sér hljóð,
snertist. Fálmar eftir (27-28)
Andstætt spennandi myndmáli finnst
mér skorta spennu í slitróttan sögu-
þráðinn, sérstaklega eftir að Johnny er
úr sögunni um miðbik bókarinnar.
Kannski stafar þetta að nokkru af tak-
mörkunum í persónulýsingunni á ungl-
ingunum og djöflunum, hinu vélræna
söguauga, sem veldur því að engin per-
sóna verður nákomin lesandanum. Mér
stóð á sama um það hvernig höfundur
byndi enda á söguna.
Sjón hefur líkt Stálnótt við tölvufor-
rit, textanum er rennt í gegnum höfuð
lesandans og kemur þar ákveðnum ferl-
um í gang. Forsenda þess að forritið
verki er að það sé sniðið að stýrikerfinu
í huga lesandans. Flestir lesendur eru
vanir meiri grunnspennu í „epískum"
frásögnum og því er helsta hættan við
Stálnótt að stýrikerfi lesandans prenti
skilaboðin: „Suspend data error“ í
miðjum lestri og leggi þar með bókina á
hilluna. Það má hins vegar deila um
hvort ástæðan sé villa í forritinu eða
takmarkanir stýrikerfisins.
Enda þótt mér þyki unglingarnir lítt
spennandi sem einstaklingar er veruleiki
þeirra hlaðinn táknum. Nöfn þeirra vísa
til persóna í unglingabókum Enid Blyt-
on en það, eins og tengsl Johnnys við
Mad Max og Bob Moran, gefur til
kynna að Sjón er að lýsa heimi ungl-
379