Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 125
Sjón skrifar skáldsögu. Hefur hann með öðrum orðum yfirgefið undirdjúp- in og tekið framvindu frásagnar fram yfir þann glundroða sem er ríkjandi í ljóðagerð hans? Eg held ekki, mér sýn- ist hann hafi alla tíð staðið í flæðarmál- inu. Mörg ljóða hans búa yfir sögu- þræði en söguþráður Stálnætur er slitr- óttur vegna þess hvernig þættirnir tveir slíta hvorn annan í sundur. Þegar á heildina er litið felst spennumagn Stál- rnetur, eins og ljóða hans, í myndmál- inu. Blæbrigði þess eru mörg og nýstár- leg. Sjóni dvelst ekki aðeins við kröft- ugar, sláandi myndir, eins og þá sem er dregin upp í Fomum ástum, heldur einnig við smáskart á borð við þessa lát- lausu nýgervingu: Ratsjárdiskur á stærð við konu- hönd hringsnýst fremst á vélar- hlífinni, þreifar á hafinu. Dregur upp myndir af umhverfinu með rauðu ljósi á gráan mattan flöt í mælaborðinu fyrir ofan stýrið. (U) Annað dæmi um myndbragð Sjóns er lýsingin á sýn Finnsins þegar hann hef- ur gefið fiskunum sínum að borða og slökkt ljósið: Fiskabúrið verður aftur að þög- ulli skuggaborg. Hann horfir í gegnum það. Ut yfir götuna og bílastæðin. Háhýsi rís gegn ein- litu kvöldinu. Fiskarnir synda um himininn, plönturnar standa upp úr þakinu eins og loftnet. Og þeir stinga sér niður í kantað- an skuggann, týnast, birtast og hverfa. Finnurinn fylgir þeim eft- ir. Sér að þeir éta og éta. Kjaft- arnir opnast og lokast stanslaust en maturinn er búinn. Þeir narta í húsið. Glefsa og hamast. Steyp- an brotnar utan af járnbinding- Umsagnir um bakur unni og fellur til botns. Finnur- inn sér glitta í ótal heima. Fisk- arnir reka tungurnar inn á milli járnanna, mola innveggina, og heilu íbúðirnar opnast. Finnur- inn sér ljós kveikt og slökkt. Fólk gengur fram og aftur. Höf- uð snúast, augu opnast, varir skiljast að og sameinast, augu lokast. Það gefur frá sér hljóð, snertist. Fálmar eftir (27-28) Andstætt spennandi myndmáli finnst mér skorta spennu í slitróttan sögu- þráðinn, sérstaklega eftir að Johnny er úr sögunni um miðbik bókarinnar. Kannski stafar þetta að nokkru af tak- mörkunum í persónulýsingunni á ungl- ingunum og djöflunum, hinu vélræna söguauga, sem veldur því að engin per- sóna verður nákomin lesandanum. Mér stóð á sama um það hvernig höfundur byndi enda á söguna. Sjón hefur líkt Stálnótt við tölvufor- rit, textanum er rennt í gegnum höfuð lesandans og kemur þar ákveðnum ferl- um í gang. Forsenda þess að forritið verki er að það sé sniðið að stýrikerfinu í huga lesandans. Flestir lesendur eru vanir meiri grunnspennu í „epískum" frásögnum og því er helsta hættan við Stálnótt að stýrikerfi lesandans prenti skilaboðin: „Suspend data error“ í miðjum lestri og leggi þar með bókina á hilluna. Það má hins vegar deila um hvort ástæðan sé villa í forritinu eða takmarkanir stýrikerfisins. Enda þótt mér þyki unglingarnir lítt spennandi sem einstaklingar er veruleiki þeirra hlaðinn táknum. Nöfn þeirra vísa til persóna í unglingabókum Enid Blyt- on en það, eins og tengsl Johnnys við Mad Max og Bob Moran, gefur til kynna að Sjón er að lýsa heimi ungl- 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.