Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 127
inberunarbók Biblíunnar og lýsingu
hennar á dómsdegi. Þar er sagt frá fjór-
um englum (djöflar Johnnys) sem
standa á fjórum skautum jarðarinnar og
Guð gefur vald til að granda jörðinni.
Vissar þjóðir (Annan) eru þó merktar
innsigli svo þær glatist ekki (Opb 7.1-3).
I annan stað er sagt frá stjörnu sem fell-
ur af himni ofan á jörðina (kjarnorku-
sprengjan í Vatnsendahæðinni), lýkur
upp brunni undirdjúpsins, fyllir loftið
reyk og myrkvar sólina (Opb 9.1-2).
Ennfremur er greint frá dýri (Johnny
Triumph) sem stígur upp af hafinu og
er „gefinn munnur, er talaði stóryrði og
guðlastanir“ (Opb 13.1-5). Annað dýr
afvegaleiðir þá sem á jörðinni búa með
táknum en tala þess er 666 (Opb 13.11-
18). Númeraplatan á bifreið Johnnys er
K 666 (32). Það má lengi leika sér að
slíkum samanburði; Sjóni er lagið að af-
vegaleiða okkur lesendur með táknum.
Hér að framan eru aðeins raktir fáir
þeirra þráða sem hann hefur ofið í
fyrstu skáldsögu sína. Hún er, sem fyrr
segir, margþætt og þolir mikinn lestur
án þess að rakna. Ef til vill hefur skáld-
skapur Sjóns hljómað eins og zorska í
eyrum ýmissa lesenda, hann gerir þær
kröfur að við endurbætum stýrikerfið,
nálgumst texta hans með opnum huga.
Hann er djarfur rithöfundur; hnýtir í
hefðina, víkkar út landamæri tungu-
málsins og molar þá veggi sem reistir
hafa verið milli bókmenntagreina, fínna
lista og afþreyingar, unglinga- og full-
orðinsmenningar, svo dæmi séu nefnd.
Stálnótt birtist mér sem pyttlingur sam-
tímans. Annars lýsir hún sér best sjálf:
óteljandi munnar, augu, eyru,
lófar og nasir. A endalausu út-
hafinu. Gapandi hringiður sem
soga allt niður í þykkt, mjólkur-
grátt hyldýpið. Atburðir, orð,
Umsagnir um bakur
staðir, mínútur, hlutir, menn,
vélar og himnar. Kastast á milli
ólgandi strókanna, nuddast sam-
an, velta um grófan botninn.
Eyðast, slitna og merjast. Mást
og sundrast. Sekúndur greypast í
vöðva. Setningar mola veggi. Og
eitthvað þungt sekkur í grámann.
Brýst gegnum iðandi strauminn,
þyrlar upp botnlaginu svo allt
skelfur. Þeytist burt og rekur á
land. (103).
Jón Karl Helgason
GÓÐUR VEÐURVITI
Hávamál og Völuspá
Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna
Svart á hvítu 1987.
Utgáfa Gísla Sigurðssonar á tveimur
þekktustu goðakvæðum Eddu, Háva-
málum og Völuspá, er hin eigulegasta
bók. Hún er ákaflega vel úr garði gerð,
prentuð á vandaðan pappír og með
skrautlegum flauelsspjöldum með
myndum sem Hildur Hákonardóttir er
skrifuð fyrir. Texti kvæðanna er prent-
aður með „nútímastafsetningu", eins og
rækilega er tekið fram á fyrstu blaðsíðu
formála, og við hliðina á vísunum eru
skýringar með smærra letri. I Völuspá
er eingöngu fylgt Konungsbókartextan-
um og ekki bætt við erindum úr Hauks-
bók eða tekin upp textaafbrigði úr
Hauksbók og handritum Snorra-Eddu.
Myndu margir líta á það sem þarflegt
mótvægi gegn þeirri tilhneigingu sumra
fræðimanna og útgefenda að birta eða
styðjast við „leiðréttan" texta af kvæð-
381