Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 131
ingar sem byggjast á því að kvæðið sé gamalt en textinn sé að einhverju Ieyti brenglaður eða einhver kafli kunni að vera innskot, hversu góð rök sem ann- ars eru fyrir því. Hann verður jafnvel að neita sér um að skýra kvæðin í afmörk- uðu sögulegu og tímabundnu samhengi, þar sem „ekki er hægt að tala um ákveðinn aldur einstakra kvæða“. Petta skiptir ekki svo miklu máli í sambandi við Hávamál, þar sem ekki er til nema eitt handrit af því kvæði og ekki eru nein sérstök vandamál varðandi text- ann, en Völuspá er öðruvísi farið, og er þá komið að kjarna málsins. Gísli Sigurðsson leggur talsverða áherslu á að í þessari útgáfu sé eingöngu farið eftir texta Konungsbókar, en ekki blandað saman textum með því að styðjast líka við Hauksbók og Snorra- Eddu eins og venjulega hafi tíðkast, en „við þetta birtist ný Völuspá lesendum“ (bls. 94), og jafnframt „kemur í ljós að kvæðið er alls ekki eins brotakennt, tyrfið og ruglingslegt og menn vilja stundum vera láta“ (bls. 96). Þetta eru mikil tíðindi ef sönn eru, en sitthvað er nú samt við þessi fræði að athuga. Vit- anlega er texti Konungsbókar mönnum löngu kunnur: Sigurður Nordal birtir hann ásamt orðamun úr öðrum hand- ritum í bók sinni um Völuspá, og Ól- afur Briem styðst einnig við hann í skólaútgáfu sinni á eddukvæðum (1968). Nú mætti svara því til, að í báðum þess- um tilvikum sé á ferðinni „blandaður texti", en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eina útgáfan sem fer fyllilega eftir ákveðnu handriti er stafrétt eftirprentun þess, því um leið og menn fara að sam- ræma stafsetningu og búa textann í hendur lesendum þarf að leiðrétta pennaglöp og slíkt, og verður þá að glugga í texta annarra handrita ef þau Umsagnir um bxkur eru fyrir hendi og styðjast við þau ef þar er að finna villulausan textastað. Þannig hafa útgefendur orðið að taka upp textaafbrigði úr Hauksbók til að leiðrétta villur í Konungsbók, og hjá því hefur Gísli Sigurðsson heldur ekki komist: í 1. vísu hefur hann eignarfallið „Heimdallar" eftir Hauksbók þar sem Konungsbók hefur „Heimdalar", í 24. vísu hefur hann „borðveggur" eftir Hauksbók en ekki „borðvegur" eins og Konungsbók, og í 58. vísu tekur hann upp úr Hauksbók tvær ljóðlínur sem hitt handritið sleppir (en getur um það í skýringum). Fleiri smáatriði mætti nefna. Slíkar leiðréttingar og viðhorfið til þeirra eru ekki eins mikil sparðatínsla og menn gætu haldið. Hingað til hafa útgefendur jafnan prentað upphaf Völu- spár eftir Hauksbók: “Hljóðs bið eg allar helgar kindir, meiri og minni mögu Heimdallar“, og hafa þeir ekki verið í vafa um að orð- ið „helgar“ sem vantar í Konungsbók, hafi dottið þar niður af hreinni vangá skrifara og eigi að vera með. Sé völvan þannig að ávarpa bæði goð („helgar kindir“) og menn („mögu Heimdallar") og tali að beiðni Óðins: “vildu að eg Valföður vel fyr telja forn spjöll fira þau er fremst um man“. Hafi Óðinn reyndar áður leitað á vit hennar (28. vísa: „Ein sat hún úti þá er inn aldni kom, yggjungur ása, og í augu leit“). En hérna kýs Gísli Sigurðsson hins vegar að fylgja texta Konungsbókar orðrétt og prentar því upphaf kvæðis- ins: TMM IX 385
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.