Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 135
fjalli, kom út, höfðu liðið ein sextán ár milli bóka frá Stefáns hendi, ef undan- skilin er endurútgáfa vertíðarsögunnar Mínir Menn (2. útg. 1984). Sennilega telst Að breyta fjalli til minningabókmennta, vilji menn endi- lega grípa til flokkunarkerfis svo þeir þurfi ekki að vera hræddir við bókina. Hún sker sig þó úr öðrum bókum svip- aðrar yfirskriftar á ýmsan máta, og best væri held ég að láta hana standa dálítið sér á parti í allri umræðu. Bregði maður hins vegar á það ráð að leita hliðstæðna meðal íslenskra höfunda, þá verða eig- inlega ekki nema tveir á vegi manns. Annar er Jónas Árnason, og hinn, þótt undarlegt kunni að virðast, Þórbergur Þórðarson. Þegar ég nefni Þórberg Þórðarson á ég fyrst og fremst við minningabækur hans úr Suðursveit (en þó mætti með töluverðum rétti að mínu áliti tengja Að breyta fjalli bókum eins- og Ofvitanum og Islenskum Aðli, en þá í öðru samhengi). Þetta kann að virðast heldur langsótt og kannski fjarstæðu- kennt í fyrstu, en sé litið á nokkur grundvallaratriði fer einhver sérkenni- legur skyldleiki að skríða fram í dags- ljósið. Með því að nefna Þórberg til sögunn- ar er ég þó ekki að feta klisjubrautina og ganga útfrá því að einn höfundur hafi lesið annan og lent í vímu. Til þess er Stefán of sérstæður. Ef hann hefur lært eitthvað af Þórbergi, þá er það lík- lega einna helst það að fara sínar eigin leiðir, hvað sem í skerst. Miklu fremur hef ég gaman af að velta fyrir mér hversu skammt er á milli bernskustöðva þessara tveggja rithöfunda, Suðursveitar í Skaftafellssýslu, og Djúpavogs Stefáns, sem hann heldur fram í bókinni að hefði í raun átt að tilheyra Skaftafells- sýslum en ekki Múlasýslum, og færir að Umsagnir um bœkur því ómótstæðilega töfrandi mannfræði- leg og landfræðileg rök. Báðir leggja sterka áherslu á sinn uppruna, og ég hef lengi haft á tilfinningunni að þetta suð- austurhorn landsins sé töluvert frá- brugðið öðrum pörtum þess, að þeim annars ólöstuðum. Þessvegna grunar mig að sú samsvörun sem mér finnst öðru hverju gera vart við sig milli Þór- bergs og Stefáns, samsvörun sem liggur ekki alltaf í augum uppi heldur lúrir undir, eigi meðfram rætur í því að þeir eru mótaðir af svipuðu umhverfi og lýsa hliðstæðu mannlífi. Svo kemur auðvitað skáhallt inn í þetta dæmi, sem kannski er enn fremur óljóst, sú óvenjulega bók- arsamvinna sem Steinþór á Hala, bróðir Þórbergs, og Stefán áttu (Nú nú-bókin sem aldrei var skrifuð, 1970), og þá er líka hægt að velta því fyrir sér hvers- vegna Stefán valdi akkúrat Steinþór á Hala sér að viðmælanda. . . Það má nefna til annan þátt sem skip- ar Stefáni einhversstaðar á væng með Þórbergi og ég ýjaði aðeins að hér á undan, og þetta sýnist til að byrja með vera öfugmæli nokkurskonar: en það er sérstaða hans sem höfundar! Sé ferill Stefáns skoðaður kemur greinilega í ljós sterk tilhneiging til að fara eigin leiðir, á skjön við skáldskaparmargfætluna. Lengi vel var Þórbergi hálfpartinn legið á hálsi fyrir að skrifa ekki „skáldskap" sem væri spaldskrártækur, og menn voru svona að tala um að hann væri þá ekki skáld fyrst hann skrifaði ekki skáldsögur. Það er eiginlega varla fyrr en núna sem það er farið að renna virki- lega skýrt upp fyrir mönnum hvers- vegna hann fór með jöðrum. Þó held ég að Kristinn E. Andrésson hafi skilið það betur flestum samtíðarmönnum hans. Eg nefndi Ofvitann og Islenskan Aðal í lauslegum tengslum við Að 389
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.