Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 85
Að lokum „Þú verður að horfast í augu við raunveruleikann. [...] Ævintýrareglur eru ævintýrareglur.“ segir nornin við Möddumömmu. Kannski er þetta kjarni málsins; raunveruleikinn, það eru ævintýrareglurnar. „The realistic author spends his time referring back to books: reality is what has been written“ (leturbr. mín) segir Roland Barthes13 og fræg eru orð Derrida að ekkert sé utan textans, það á ekki síður við um Skilaboðaskjóðuna en Sarrasine, söguna sem Barthes fjallar um. Raunveruleiki ævintýraskógarins er samsettur úr texta, þess vegna reynist erfitt að greina á milli ævintýra í bókum og raun- verulegra ævintýra. Þetta sýnir Skilaboðaskjóðan með því að raða saman jafnólíkum textum og Súpermann og Dauða Baldurs og láta þá rúmast í einum og sama skóginum. Þær reglur sem sagan stjórnast af eru komnar úr öðrum bókum. Og eins og ég hef rakið er efni hennar og aðferð það líka. Dæmi um það fýrrnefnda er hvernig vinstri síðan er alltaf kyrrlát, en sú hægri vísar okkur áfram og vekur forvitni, og reglur ævintýranna eru fjölmargar, t.d. að þau gerist aldrei nema maður trúi á þau, að allt endi vel og óþokkarnir fái makleg málagjöld og svo framvegis og svo framvegis. En það er ekki nóg með að sjá megi tengdatextum Skilaboðaskjóðunnar stað á síðum hennar, textatengsl eru gagnvirk, þannig að texti getur líka haft áhrif á tengdatexta sína. Eftir að við höfum lesið Skilaboðaskjóðuna getum við ekki lesið ævintýri á sama hátt, eða t.d. skoðað Súpermann blöð, væntingar okkar og lestur hafa breyst og þar með bækurnar sjálfar. Skilaboðaskjóðanbenáir meðal annars á skyldleikann milli þeirra ævintýra sem hún þiggur af. Spurningin er hvort hún bendir ekki líka á það hvernig raunveruleiki okkar er settur saman úr textum. Að við erum öll íbúar ævintýraskógarins á einn eða annan hátt. Við erum það svo sannarlega sem lesendur, grunnsögur ævintýranna liggja til grundvallar svo til öllum vinsæl- um bókmenntum, og þær sem ekki eru vinsælar en virtar gera annaðhvort að nýta sér ævintýrin eða hafna þeim, í hvoru tilvikinu fyrir sig er um samræðu við ævintýrin að ræða. Raunveruleiki okkar utan bókmenntanna er líka markaður af veru okkar í ævintýraskóginum. Bíómyndir og dagblöð eru kannski skýrasta dæmið um það hversu gjarnan við setjum líf okkar upp í form ævintýra til að geta hugsað um það eða skilið. Sögur af Þyrnirósaræv- intýrum fyrirsætna og risi kolbítsins til stöðu atvinnuknattspyrnumanns eru minni sem aftur og aftur verða á vegi okkar í fjölmiðlum og eru t.d. endalausar spillingarsögur vikublaðanna ekki tilbrigði við Nýju fötin keis- arans? Við göngum með öðrum orðum fyrir ævintýrum, þau eru skapalón sem við fellum reynslu okkar að til að skilja hana. TMM 1995:3 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.