Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 119
gat farið í taugarnar á honum, stráki eða
unglingi, þegar frændi hans talaði um
ágæti föðurættarinnar. Reyndar spyr
hann sig hvort þetta skýri ekki viðhorf
sitt til fræðigreinar sinnar, hvort hann
aðhyllist hugarfarssögu en hafni mikil-
mennasögu, vegna þess að hann er sjálf-
ur ekki af mikilmennum kominn, eins
og ffændi hans (87). Hann er því ekki
blindur fyrir eigin mótsögnum, t.d. þeg-
ar hann vekur athygli á því að það skjóti
skökku við að hann, sem dreymir um að
skrifa bók eins og Montaillou, sem lýsir
hversdagslegu lífi smábænda í þorpi í
Pýrenea-fjöllunum á miðöldum, ein-
blínir í skrifum sínum á þær persónur
sem komast næst því að vera fyrirfólk,
þ.e. Nikulás og Oktavíu ogbörnin þeirra
Ágústu Sól, og þó sérstaklega Símon
Flóka (153).
Þessi sögumaður, sem í senn er þátttak-
andi í leiknum og þykist halda sig utan við
hann, er því meira en skemmtilegt bragð
hjá Pétri, og ef til vill það sem merkast er
við bókina. Lesandinn verður að van-
treysta sögumanninum, þ.e. taka það með
í reikninginn hvernig staða hans í sögunni
hefúr áhrif á hvað og hvernig hann segir
ffá. Þetta er ekki spurning um að afhjúpa
sögumann sem fer vísvitandi með blekk-
ingar, eins og dæmi eru um í heimsbók-
menntunum, heldur að lesa söguna í
gegnum sagðar og ósagðar tilfinningar
hans, sem um ffam allt eru margræðar og
mótsagnakenndar.
Ef til vill verður saga hvorki sögð né
lesin nema með tilfmningum. Hún er ein-
faldlega ekki saga nema tilfinningar knýi
sögumanninn tif að taka til máls og les-
andann að hleypi henni inn á sig. Þetta á
við um gamansögur eða ævintýri, sem
höfða til einfaldra kennda, en einnig um
margslungnar skáldsögur, sem gjaman
vinna með það sem er flókið og mótsagn-
akennt í sálarlífi okkar. Raunar mótast af-
staða okkar til umhverfisins yfirleitt af
margræðum og mótsagnakenndum
tilfinningum, ekki síst til þeirra sem okk-
ur standa næst. Mætti nefna þessu til
stuðnings eff irfarandi lýsingu sögumanns
Efstu daga á hjónabandinu:
„Samband hjóna er áreiðanlega and-
stæðufyllsta uppfinning sem mannlífið
býður upp á. Ekki einusinni stjórnmála-
flokkur rúmar jafti mótsagnakenndar
tilfinningar: ást haturöfund sjálfsfórn—
allt í einum pakka (133).“
Þetta á ekki síður við um önnur sam-
bönd, risti þau djúpt á annað borð, en
okkur er ekki tamt að Iíta þannig á líf
okkar og stundum geta mótsagnirnar
vafist fýrir okkur.
n
Franska skáldið Paul Claudel hefur sagt
að markmið allra góðra bóka sé að
kenna að lesa. Þessi orð kunna að hljóma
eins og öfugmæli, en ég held að í þeim
felist mikilsverð sannindi. Góðar bók-
menntir, og ef til vill sérstaklega góðar
skáldsögur, kenna okkur að einfaldar
hugmyndir duga ekki þegar tilveran og
samband okkar við hana eru annars veg-
ar. Hún er margslungin og full mót-
sagna, en heiðarlegar skáldsögur eru
tilraun til að ná utan um það og rýna í
tvíbenta afstöðu okkar til veruleikans.
Lestur slíkra sagna er nám, því hann
kennir okkur að lesa úr mótsögnum eig-
in lífs. Efstu dagar er að mínu mati slík
kennslubók í lestri og þar skiptir mestu
máli hvernig Pétri hefur tekist upp við
að skapa þennan sögumann sem er í svo
andstæðufullu sambandi við viðfangs-
efni sitt.
Eins og fyrr segir er Símon Flóki
nokkurs konar alter ego eða annað sjálf
Símonar sögumanns: sá sem hann hefði
getað orðið hefði móðir hans gifst
Nikulási en ekki Tona. í þeim langa hluta
sögunnar sem fjallar nær einvörðungu
um Flóka: bílslysið, samdráttinn við
Veru, námsárin, prestsskapinn og loks
TMM 1995:3
117