Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 124
hefur fengið af þeim sé í alla staði fölsk. En þessi stöðuga samræða við raddir fortíðarinnar byggjast að endingu á til- raun Einfríðar til að henda reiður á missinum. Raddirnar eru jú að síðustu raddir drauga, fólks sem er framliðið. Með því að kalla fram raddir þeirra reynir hún að byggja brú við það sem er horfið og sækja þangað skýringar á því sem hún fær ekki skilið. Þessir draugar hafa enda nákvæmlega sömu sögu að segja og hún. I lifanda lífi urðu þeir allir fyrir erfiðum og hræðilegum missi. Einn atburður þrengdi sér leið inn í líf þeirra og sneri öllu til verri vegar. Samræða Einfríðar við draugana er spírallaga ferli sem endar í frelsinu frá „afskiptasemi" þeirra. Hinni stöðugu ásókn sem er tákn- gerfing sjálfskönnunarinnar og skilnings- leitarinar. Lausnin ffá „ævisögum" drauganna er að síðustu tenging við nýtt líf sem liggur utan við þessi þröngu mörk sem nánasta umhverfi setur henni. Hún er því einskonar niðurstaða af sjálfskönnun- inni. Skilningur og sátt við að missirinn sé í eðli sínu hluti af þeirri áhættu að elska, að treysta á aðra. En meðan á samræðunni stendur verður allt ytra umhverfi þoku- kennt og óljóst. Líkt og í verkum svo margra kvenrithöfunda okkar er hin hug- læga vídd aðalpersónunnar rammi text- ans. Ferðin inn í þennan texta er hæg og silaleg og lesandinn mjakast hægfara í átt að samhengi sem ekki tekur að skýrast fýrr en langt er liðið á lesturinn. Það hlaðast upp tákn og myndir sem öll vísa á hinn innri heim sögumannins og samband hans við aðra er sífellt háð þessum sjálf- hverfu forsendum sem textinn setur sér. Þetta er ekki aðeins lausn á frásagnar- tæknilegu vandamáli. Þessi frásagnarað- ferð miðar ekki aðeins að því að skapa nauðsynlega „spennu" sem „heldur les- andanum við efhið“ heldur er hún um leið hægfara ferð í átt að „skilningi" á hinum flókna táknheimi sem aðalpersón- an hefur byggt upp og heldur saman hugs- un hennar. Myndum er brugðið upp, minningabrotum er lýst en þær enda í lausu lofti og fá ekki botn fýrr en við annan lestur. Til að komast inn í þennan litla heim sem mótast svo mjög af venj- um og hefðum sem persónurnar hafa byggt upp fyrir sig sjálfar verður að leggja eilítið á sig. Sá „galdraheimur“ sem bróðir Einfríð- ar, Haukur, hefur búið til í því skyni að halda öllu í sínum réttu skorðum er enn lokaðri en heimur Einfríðar. Hann er óhugnalegur, dularfullur og dauðanum merktur enda deyr Haukur vegna sinna örvæntingarfullu tilrauna til að halda reglu á hlutunum, til að gæta þess að fað- irinn fari sér ekki að voða. Ein áhrifamesta mynd bókarinnar eru „haugarnir“, gryfja þar sem hann safnar saman beinagrind- um af dauðum skepnum til þess að virkja lífskraft þeirra. Hann vonar að einn dag- inn verði þessi staður svo magnaður að hann nái völdum yfir föðurnum og haldi honum heima. Og hann magnar sjálfan sig með þessum kraffi: „Ég . . . lagðist undir dúkinn og varð endurnærður á eff ir. Það er nærandi máttur í gryfjunni, hann er dásamlegur, sterkur og smjúgandi og streymir um mann ef maður leggst niður“ (394). Hann safnar kvikmyndaplakötum sem hann límir upp á veggina í herberginu sínu og semur sögur út frá myndunum sem miða að því sama: að gera þá sem hann þekkir hamingjusama, að gera heiminn heilan. En öfugt við systur sína er saga hans ekki saga sem smám saman skríður út úr þessum skelfilega bernsku- heimi. Þessari hræðsluplöguðu og óskilj- anlegu veröld sem systkinin eru að reyna að henda reiður á og sem einkennist af sífelldu öryggisleysi. Hann lokast inni í sínum eigin „helgiathöfnum" og ferst því að lokum. Fjölskyldan og merkingin Systirin finnur hins vegar vin sem hrífur hana út úr bernskunni. Hún stofnar með honum nýja einingu sem byggir á N. 122 TMM 1995:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.