Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 15
Skírnir
Prófessor, dr. phil. Matthías Þórðarson
11
Dr. Matthías var kosinn formaður Fornleifafélagsins árið
1920 og hélt þeirri stöðu bókstaflega til dauðadags, því að
aðalfundardag félagsins 1961 bar upp á dánardag hans.
Dr. Matthías varð félagi í Vísindafélagi Islendinga 1919
og var forseti þess félagskapar um skeið (1933—1936).
Hann var einn af stofnendum Heimilisiðnaðarfélags fslands
1913 og átti sæti í stjórn þess, sömuleiðis var hann í stjórn
Sambands islenzkra heimilisiðnaðarfélaga, sem var stofnað
1920. Yfirleitt má segja, að hann hafði mikinn áhuga á heim-
ilisiðnaði og var honum gjörkunnugur.
Dr. Matthías var einn af stofnendum Norræna félagsins
1922 og var formaður þess fyrstu árin. Sömuleiðis var hann
einn af stofnendum félagsins Germaníu og formaður þess
um nokkurra ára skeið.
Enn er þó ótalið það félag, sem hann helgaði hvað mest
krafta sína, að minnsta kosti hin síðari ár: IIiS íslenzka bók-
menntafélag. Hann átti sæti í Hafnardeild þess á námsárum
sínum (1905—1906). Hann sat í stjórn og fulltrúaráði Bók-
menntafélagsins frá 1912 og var forseti félagsins frá 1946 til
dánardægurs. Jafnframt þessu gegndi hann bókavarðarstörf-
um fyrir félagið. Mörgum stundum mun hann hafa eytt á
Dómkirkjuloftinu, þar sem Bókmenntafélagið hafði aðsetur
og bókageymslu. Einar Ól. Sveinsson prófessor, sem tók við
forsetadómi í félaginu að Matthíasi látnum, segir m. a. svo
um störf hans í þágu þess:
Var hann vakinn og sofinn í málum þess, meðan hon-
um entist heilsa og raunar lengur, og vill sá, er þetta rit-
ar, grípa tækifærið, fyrir hönd stjórnarinnar, að þakka
honuum samvizkusamlega unnin störf. (Alþýðublaðið
6. janúar 1962, bls. 7).
Sem ritstjóri Skírnis átti ég nokkur undanfarin ár sam-
skipti við dr. Matthías. Hann las, eins og lög og venjur fé-
lagsins gera ráð fyrir, ávallt eina próförk af tímaritinu, og
var greinilegt, að hann kastaði ekki höndunum til þess verks.
Dáðist ég oft að því, hve villuglöggur hann var, jafnaldinn
maður.
Enginn vafi leikur á því, að dr. Matthías bar mjög hag