Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 87
Skímir
Tom Paine
83
gripu eins og drukknandi maður planka þetta tækifæri til
að losna við slíkan óróasegg og sögðu honum upp starfi sam-
stundis. Til að forðast skuldafangelsi lét Paine allar eigur
sínar á nauðungaruppboð. Nokkrum mánuðum síðar skildu
þau hjónin. Hér var ekki um að villast né að sökum að spyrja.
Paine hélt ígangsklæðum sínum og öðru ekki.
Paine hafði eftir beztu getu reynt að sjá sér farborða,
slyppur og snauður stóð hann nú uppi 37 ára gamall. Síðari
hluta sumars dvaldist hann í London og leitaði þar á náðir
Benjamins Franklins. Franklin sá, sem var, að í Englandi
kæmist Paine aldrei á réttan kjöl framar. Hann réð því Paine
til að flytjast vestur um haf, fékk honum í hendur meðmæla-
bréf til tengdasonar síns og hefur e. t. v. lánað honum far-
gjaldið vestur. 30. nóv. 1774 steig Paine á land í Fíladelfíu,
sem þá var stærsti bær Norður-Ameríku.
II.
Frelsisstrið Bandaríkjanna, telja menn, að hefjist árið 1775.
Deilur Englendinga við nýlendumar þrettán á austurströnd
Norður-Ameríku áttu sér þó lengri sögu.
Allt frá því sjö ára stríðinu lauk 1763, hafði enska þingið
reynt að festa tök sín á nýlendunum. Stríðið hafði kostað
Englendinga of fjár, og fannst enskum ráðamönnum eðlilegt,
að nýlendurnar bæm nokkurn hluta þess kostnaðar. Reglu-
gerðir allar um tolla og skatta í nýlendunum vom mjög á
reiki og að miklu leyti sniðgengnar. Or þessu reyndi nú
enska þingið að bæta, en mætti harðvítugri mótstöðu. Ein
helzta röksemd nýlendubúa var sú, að þar eð þeir ættu ekki
fulltrúa í enska þinginu, hefði það engan rétt til að leggja á
þá skatta. Allur þorri þingmanna var þó á annarri skoðun.
Bezt er viðhorfum þeirra lýst með orðum biskups nokkurs,
er svo mælti síðar: „Mér er ekki til þess kunnugt, að almenn-
ingi komi löggjöfin við nema þá til þess að hlýða.“
Stjóm sú, er með völdin fór í Englandi, meðan á frelsis-
stríðinu stóð, var og sízt til þess fallin að skilja, hvað þá við-
urkenna, sjónarmið nýlendubúa. Georg konungur þriðji kom
til ríkis í Englandi árið 1760, 22 ára gamall. Rótgrónar að-