Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 244
236
Ritfregnir
Skírnir
hann hnígi niður deyjandi með hönd á brjósti og háfleyg spakmæli á vör-
um. Hins vegar getur hann seyrzt niður i sljóleika, andlegan dauða, glat-
að öllu, sem gerir hann að sjálfstæðum einstaklingi, orðið galandi gauks-
klukka, sem alltaf fer með sama lagið og kann ekkert annað. Það er þess
konar deyfð, sem Stefán er að reyna að rífa sig upp úr fálmandi hönd-
um. En hann þekkir ekki takmörk sín, veður í blekkingum, lætur stjórn-
ast af sér minni manni, fer villur vegar, veit ekki gerla, hvað hann vill,
og verður því aldrei það, sem hann vill. Þess vegna snýst hann önd-
verður gegn þeim, sem vilja honum vel, til að þóknast þeim, sem hlunn-
fara hann.
„Skáldskapurinn er ekki góður, nema hann hitti á lífið,“ sagði Guð-
mundur Friðjónsson eitt sinn. Þau orð standa enn. Það er varla of mælt,
að efni Gauksklukkunnar sé sótt beint í kviku borgarlífsins. Höfundur-
inn, Agnar Þórðarson, er nú fremstur íslenzkra leikskálda. Ef til vill er
hann einn um að verðskulda það heiti. Það er von min eftir lestur þess-
arar bókar, að önnur verk hans, sem ekki hafa enn verið prentuð, verði
sem fyrst gefin út.
Erlendur Jónsson.
Guðbergur Bergsson: Músin sem læðist. Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar. Reykjavik 1961.
Saga þessi er frumraun ungs höfundar í skáldsagnagerð. Hún gerist á
einu sumri í útjaðri lítils sjávarþorps, þar sem mannlífið er ósnortið að
kalla af hraða og háreysti nútímans. Efnið er sálfræðilegs eðlis og sögu-
maðurinn drengur innan við fermingu. Móðir hans, sem er ekkja, er
mjög ströng við son sinn og lætur hann sífellt dúsa inni við lestui, þar eð
hún ætlar honum að ganga menntaveginn. Hann á erfitt með að festa
hugann við bækurnar og fer að standa á hleri, þegar móðir hans ræðir
við sambýliskonu sína í eldhúsinu. Umræðuefni þeirra er oftast veikindi
eins nágrannans, sem er að veslast upp úr krabbameini. Þessar samræður
koma róti á ímyndunarafl drengsins og vekja hjá honum ótta, sem grefur
smám saman um sig og magnast. Það eykur einnig á togstreituna í sálar-
lífi hans, að móðurafi hans vill, að hann verði dugandi sjómaður, og er
þar á öndverðum meið við dóttur sína. Drengurinn reynir að bæta sér
upp frelsisskerðinguna með þvi að fara lítils háttar á bak við móður sína,
en hún tekur það óstinnt upp fyrir honum, er upp kemst. I lok sögunnar
er hann fyrir löngu orðinn hugsjúkur, haldinn þjakandi órum og sjálfs-
ásökunum, óskar sér dauða.
Þannig er skilizt við drenginn í algerri óvissu. Höfundur hefur ekki
sett sér það mark að leysa á nokkurn hátt úr vandanum, heldur látið sér
nægja að sýna hlutina, eins og þeir gerðust. Þróunin, sem verður hið innra
með drengnum, er þungamiðja sögunnar. Verður ekki annað séð en að
sú þróun sé eðlileg afleiðing þess umhverfis, sem hann mótast af. Hann
er innhverfur og hneigður til draumóra og býr við meiri strangleika en