Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 246
238
Ritfregnir
Skímir
að höfundur sé samkvæmur og trúr sjálfum sér og laus við uppgerð alla
og tildur. Þeir eiginleikar ættu — asamt öðrum fleiri — að geta enzt
honum til jákvæðari árangurs í næstu bók.
Gurtnar Sveinsson.
Skúli GuSjónsson: Bréf úr inyrkri. Heimskringla. Reykjavik 1961.
Að líkindum þætti flestum það óárennilegt uppátæki að ráðast í að
skrifa bók í svartamyrkri. En höfundur þessarar bókar hefur ekki látið
það aftra sér, að hann missti sjónina á miðjum aldri. Hefur honum vissu-
lega verið erfitt um vik, þótt ritvélin hafi komið honum að góðu haldi.
1 formálsorðum segist höfundur upphaflega hafa hugsað sér, að bókin
gegndi tvíþættu hlutverki: Hún yrði sjáandi fólki leiðarvísir í umgengni
við blinda menn og jafnframt blindu fólki uppörvun í lífsbaráttunni. En
meðan á ritun bókarinnar stóð, rann það smám saman upp fyrir höfundi,
að hann væri fyrst og fremst að skrifa fyrir sjálfan sig. Bókin varð
þannig persónulegri en hann hafði í fyrstu ætlað, varð eins konar reikn-
ingsskil hans við lífið.
Flestir munu kannast við það, hve margir þeir, sem missa sjónina,
eiga oft á tíðum erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þeim mun
meiri aðdáun vekur það, að hvergi gætir beiskju né sársauka í bókinni.
Höfundur er fullkomlega sáttur við allt og alla. Hann ræðir hér marg-
vísleg fyrirbæri og viðfangsefni hversdagslifsins og rekur þær breyting-
ar, sem verða á viðhorfinu til þeirra við missi sjónarinnar. Oftast eru
umskiptin svo gagnger, að fullkomið endurmat reynist óhjákvæmilegt.
öllu þessu er harla forvitnilegt að kynnast, og margt kemur algerlega
á óvart. Höfundur hefur drjúga kímnigáfu, sem hann beitir af smekkvísi
og hófsemi. Orðfærið er vandað, minnir fremur á góðlátlegt rabb en
bókmál, og lítið er um misfellur. Af einhverjum ástæðum reynir höf-
undur oft að dyljast sem mest hann má. í þvi skyni ofnotar hann orðið
„maður“, sem á þá að merkja einhverja óákveðna persónu. Þetta getur
orðið næsta klúðurslegt, eins og í þessari stuttu málsgrein: „Maður lærir
á fólkið og það lærir á maim.“
Þegar tekið er tillit til aðstæðna höfundar, má bók þessi teljast framar
öllum vonum. Kaflinn um sveitarsimann er t. a. m. hreint fyrirtak. Höf-
undur dregur enga dul á skoðanir sínar, og búast má við, að ýmsir séu
honum ósammála. Allt um það er lestur bókarinnar bæði fróðlegur og
hollur okkur, sem sjónina höfum og teljum hana sjálfsagðan hlut.
Gunrtar Sveinsson.
Guðmundur Gíslason Hagalín: Það er engin þörf að kvarta, saga
af lífi merkrar konu í tveimur heimsálfum og tveimur heimum, skráð
að mestu eftir sögu hennar sjálfrar. Skuggsjá. Alþýðuprentsmiðjan h/f
1961.
Öndvegishlutverk Islendinga hafa jafnan verið skáldskapur og visindi.