Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 239
Skírnir
Ritfregnir
231
ekki hjá því farið, að greinin sé eftir Benedikt Gröndal. Allt, sem höf-
undur byggir á henni i ævisögunni (60,-—63. bls.), er því markleysa ein.
Það er að vísu illt að þurfa að játa svona yfirsjón, en hitt er þó hálfu
verra að reyna að klóra í bakkann, eins og Kristján Albertsson gerði í
fyrrnefndri blaðadeilu.
Þar sem rætt er um kjörorð Jóns Sigurðssonar i kvæðum Matthíasar
Jochumssonar og Hannesar Hafsteins (8. bls.), hefði mátt taka fram, að
hvorugur þeirra hefur það rétt. Kjörorð Jóns var: „Eigi vikja,“ sbr. mynd
af einu af innsiglum hans á kápusíðu í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Á
slóðum Jóns Sigurðssonar. Á 156. hls. er svo að skilja sem Þorleifur Jóns-
son hafi verið ritstjóri Þjóðólfs vorið 1895. Þá var Þorleifur orðinn bóndi
norður í Húnavatnssýslu, hafði selt Hannesi Þorsteinssyni blaðið frá árs-
byrjun 1892. Og ekki hefur tekizt að prenta villulaust örstutt bréf, sem
Alberti ráðgjafi skrifaði Hannesi Hafstein haustið 1903, en af þessu bréfi
er þó ljósmynd í bókinni. Annars hefur prófarkalestur oft verið lakari
á öðrum bókum Almenna bókafélagsins en þessari. Þó mun vera fátítt á
bókum að sjá nafnið Jón tvívegis stafsett „Jðn“.
Ekki er rétt að skiljast svo við bók þessa að láta kosta hennar að engu
getið. Hún er bæði stórum fróðleg og rösklega skrifuð, viða hraði og líf
í frásögn. Liklega er persónusaga Hannesar og fjölskyldu hans hvað bezt
rituð. Þar kemur fjölmargt nýtt fram til skilningsauka á skáldinu Hann-
esi Hafstein og kvæðum hans. En einna sízt hefði ég viljað fara á mis
við bréfakaflana frá móður hans, svo greindarlegir sem þeir eru og full-
ir af varfærinni umhyggjusemi.
Gunnar Sveinsson.
Agnar Þórðarson: Gauksklukkan. Leikrit í tveimur þáttum. Helga-
fell, 1962. 186 bls.
Gauksklukkan, sem leikin var á sviði Þjóðleikhússins fyrir nokkrum
árum, hefur nú verið gefin út. Það mun líklega vera almenn skoðun, að
frumsýning nýs leikrits sé merkari áfangi en útgáfa þess, enda er verkið
við það tækifæri vegið og mælt, ef svo má segja. Leikdómarar blaðanna
brjóta það til mergjar og rýna í hverja ögn. Ekki standast þó dómar
þeirra um aldur og ævi fremur en önnur mannanna verk. Leikstjóri og
leikarar geta — ósjálfrátt eða af ráðnum hug — mótað á ýmsa vegu
þann efnivið, sem höfundur leggur þeim í hendur, og kunna dómar þá
að sveigjast eftir því. Þess vegna er lika sjálfsagt að lesa verkið, þegar
það kemur fyrir almenningssjónir á prenti. Leikrit er ekki aðeins leik-
sviðsverk; það er einnig bókmenntaverk, lestrarverk eins og ljóð og saga.
Nú er það ekki ætlunin að rifja upp sýningu Þjóðleikhússins á Gauks-
klukkunni. Ærið var um hana skrifað á sinni tíð, og þar að auki er hún
mér ekki í svo fersku minni. Hins vegar hef ég freistazt til að tina sam-
an nokkur minnisatriði, sem krotuð voru á spássíumar við lestur bókar-
innar.