Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 100
96
Jón Thór Haraldsson
Skímir
asta hluta borgarastéttarinnar. En Paine var einnig langt á
undan sinni samtíð í kröfum sínum um þjóðfélagslegar um-
bætur. Hann segir m. a. berum orðum, að það sé skylda rík-
isins að sjá farborða þeim ungum og gömlum, sem ekki séu
sjálfir um það færir. Þetta ber þó sízt af öllu að skoða sem
neina ölmusu: Þeir, sem slíka aðstoð fái, eigi rétt á henni.
Og Paine notar tækifærið til að minnast á fáránlegt bruðl
konungdæmisins: „Hvort er betra að bæta líf 144 þúsunda
gamals fólks eða kasta árlega einni milljón punda af almanna-
fé í einn einstakling og hann oftlega gæddan hinum verstu
og lítilmótlegustu eiginleikum?“
„Það er tími til kominn, að þjóðirnar gerist skynsamar og
láti ekki stjórna sér eins og skynlausum skepnum. Maður,
sem les konungasögu, gæti látið sér til hugar koma, að ríkis-
stjórn væri fólgin í refaveiðum og þjóðin borgaði veiðimann-
inum árlega eina milljón punda.“
„Það hefur kostað England nærri því 70 milljónir sterl-
ingspunda að halda uppi aðfluttri fjölskyldu, sem er sýnu
hæfileikasnauðari en þúsundir þjóðarinnar sjálfrar, og varla
líður svo ár, að ekki sé beðið um meira. Jafnvel læknareikn-
ingar eru sendir þjóðinni til greiðslu.“
„Þeir tímar eru ekki langt undan, að Englendingar hlæja
að sjálfum sér fyrir það að senda til Hollands, Hanover, Zell
eða Brunswick eftir mönnum, sem hvorki skilja lög þeirra,
tungumál né hagsmuni, og með hæfileika, sem tæpast hefðu
nægt lögregluþjóni í sveitaþorpi — og kasta til þess arna
einni milljón á ári.“
Mannréttindi náðu gífurlegum vinsældum í Englandi, og
bráðlega var bókin þýdd á frönsku. Enska stjórnin undir for-
ystu Williams Pitt’s gerði í fyrstu ekkert til að hefta út-
breiðslu bókarinnar. En þegar síðari hlutinn kom út og sýnt
var, að hann myndi ná slíkum vinsældum, að einsdæmi
mátti telja, tók að grípa um sig skelfing með enskum vald-
höfum. Áróðursvél rikisstjórnarinnar var nú sett af stað til
að sverta Paine, en i honum þóttist enska yfirstéttin sjá per-
sónugerving alls þess, er hún óttaðist og hataði. Bandarískur
flóttamaður var fenginn til þess að skrifa „ævisögu“ Paine’s,