Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 74
70
Sveinn Víkingur
Skírnir
lifað á vörum þjóðarinnar og ein kynslóðin numið þau af
annarri. Er bersýnilegt, að frásagnir Snorra bæði í Eddu og
Heimskringlu og margt í íslendingasögunum er byggt á göml-
um ljóðum, sem varðveitzt hafa með þjóðinni, sum í marga
ættliðu.
Skáldskapurinn virðist snemma beinlinis hafa orðið þjóðar-
íþrótt okkar og jafnframt harla vænleg okkur til frama meðal
erlendra höfðingja. Skáld okkar fóru utan og færðu konung-
um lofkvæði og drápur og þágu að launum bæði frægð og fé.
Varla hefðu konungar og jarlar launað íslendingum svo vel
kvæðin sem raun ber vitni, ef gnægð hefði verið góðra skálda
heima fyrir. Hér stóð því hin litla þjóð ekki aðeins jafnfætis,
heldur framar hinum stærri þjóðunum. Og sú frægð og sá
ljómi, sem snemma lék um íslenzk skáld erlendis, hefur án
efa orðið til þess, að ungir menn, sem hugðu til utanfara og
frama, hafa hyllzt til að leggja stund á þessa þjóðaríþrótt,
sem sennilega hefur verið meira og minna iðkuð i hverri
byggð. Þegar í hernsku lærðu menn ljóð og vísur og festu sér
þannig í minni rammíslenzk orð og orðfæri. Og sumir tóku
furðusnemma að yrkja. Egill Skallagrímsson kvað sína al-
kunnu vísu sjö vetra: Þat mælti mín móðir.
Það, sem gerði Ijóðaíþróttina í senn bæði skemmtilegri og
auðveldari, var þetta, að islenzk tunga er engri annarri þjóð-
tungu lík að mýkt, sveigjanleik og orðkynngi. Valdari og
traustari efnivið var naumast unnt að leggja þeim til, sem
á annað borð vildu smíða ljóð. Tungan var stuðlasterk eins
og standbergið og hrynjandi hennar líkust brimgný við bratta
hamra. En jafnframt var hún gljúp eins og Gleipnir sjálfur
og svo undrafrjó og miklum lífsmætti gædd, að af einni og
sömu rót gátu þar sprottið óteljandi kvistir og ýmissa tegunda.
Til þess að finna þeim orðum stað þarf ekki lengi að leita.
Það er svo að segja sama, hvar borið er niður.
Ég vel af handahófi orðið far. Far merkir í fyrsta lagi
hreyfingu, skýjafar, far í lofti. Það merkir einnig skip eða
bát, það sem um sjóinn fer. í þriðja lagi merkir það ferð,
einkum á sjó, að taka sér fari eða fá far. Einnig getur það
merkt farangur, að hafa eitthvað í fari sínu. f fjórða lagi