Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 121
Skírnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
117
arnar í hebreskum sálmum eru ekki fullkomlega hliðstæðar,
en ef eitt vísuorð í fornyrSislagi eða Kálevala-hætti var end-
urtekið í víxlkveðandi, þá gátu það verið fullkomlega hlið-
stæðar setningar, nema tilbrigðum væri bætt í vísuorðið með
því að auka orðum í það. Þetta var og er ekki óalgengt í
finnskum skáldskap. Ef allt þetta er athugað, virðist það ekki
ólíklegt, að Finnar hafi í raun og veru tekið eigi aðeins vísu-
orð í Kalevala-hætti frá Norðurlandaþjóðum, heldur líka
notkun upptekningarstílsins auk endurtekningar vixlkveð-
andinnar eða andstefjusöngsins.
Hve gömul mundi hin forngermanska stuðlaða lína eða
fornyrSislag vera á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð? Meðal
fyrstu dæma fornyrSislags eru rúnaristan á gullhominu danska
og ristan á Tune-steini í Noregi, sem talin er frá 5. öld:
Ek WiwaR after
Woðuriðe
Witaðahalaiban
worahto r(unoR).
Fyrir skömmu hafa tveir þýzkir fræðimenn látið þá skoð-
un í ljós, að fornyrSislag mundi hafa hafizt fyrir Krists burð.
Samkvæmt fyrirlestri, er prófessor Konstantin Reichard frá
Yale hélt á fundi Nýmálafélags Ameríkumanna (The Mo-
dem Language Association of America) í New York í des-
ember 1959, er ekkert því til fyrirstöðu að ætla, að Gotar
(eins og Englar og Islendingar síðar) hafi haft með sér forn-
yrSislag, er þeir flýðu heimkynni sín köld í Gautlandi, á
fyrstu öld fyrir Krist. Hann bætti þvi við, að hann hefði
sjálfur tekið eftir skáldfélögum svipuðum félögunum (wit
Scilling) í Wídsíþ snemma á öldum Germana. Enn fremur
hélt hann, að fornyrSislagiS kynni að vera aftan úr hrons-
öld (1500 f.Kr.).
Hinn mikli Edduþýðandi, Felix Genzmer, hefur skrifað
merkilega grein um Merseborgar-Xöíra\)\A\ma. („Da signed
Krist — thu biguol’ en Wuodan,“ Arv 1949, V, 37-—68), sem
hann setur aftur á járnöld um 200 ámm fyrir Krist. Hann trú-
ir því ekki, að stuðlasetning sé eldri í germönskum málum,
vegna þess að hún geti ekki verið eldri en Grimms-lögmál.