Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 240
232
Ritfregnir
Skímir
Leikritið gerist á tveim sviðum, forsviði og baksviði. Forsviðið er fá-
tækleg kaffistofa niðri við höfn, baksviðið er heimili aðalpersónanna.
Leikurinn hefst á kaffistofunni. Stefán bankamaður situr þar, þjórar
og bíður eftir Ármanni, vini sínum. Hann er róni par excellence, atvinnu-
róni mætti segja. Finna veitingastúlka gengur þeim fyrir beina. Hún er
geðfelld dræsa, hefur orðið illa úti í ólgusjó lífsins. Stefáni bankamanni
er mikið niðri fyrir, svo mikið, að hann verður að segja þeim Natani og
Finnu ævisögu sína. Frásögn hans er þó ekki rakin beint, heldur er efni
hennar leitt í ljós á baksviði, og er það meginhluti leiksins. Og brátt
skiptir um svið; við sjáum inn í stofu Stefáns.
Það er morgunn. Hann hefur flúið úr eldhúsinu fram í stofu með
kaffibollann sinn. Samvizkan er nefnilega ekki sem bezt. Gréta, kona
hans, kemur á eftir honum. Lævísleg yfirheyrsla hefst. Stefán kom seint
heim í gærkvöld. Hann var rétt einu sinni með Ármanni, vini sinum, að
drykkju og slæpingi. Konan beið og vakti. Loksins læddist eiginmaðurinn
upp stigann, háttaði hjá konu sinni, en lét sér ekki detta í hug að snúa
sér að henni.
Allt þetta verður Stefán að viðurkenna þarna í morgunsárið, á þó
óhægt með og reynir að hylina yfir niðurlæginguna með sjálfshóli. Mikið
skortir á, að einlægni riki meðal þeirra hjónanna. En nú lumar konan
á dálítilli frétt: hún gengur með barni.
Tíminn liður. Stefán hækkar í stöðu, verður fulltrúi í bankanum.
Hann áræðir að bjóða sjálfum bankastjóranum inn á heimili sitt og
halda honum þar dálitla veizlu. Þangað býður hann einnig Ebba, mági
sinum, og konu hans. Þeir mágarnir eru búnir að fá lóð undir hús, og
nú skal tækifærið notað til að falast eftir lánum af bankastjóranum.
Veizlan fer skaplega af stað. Stefán flytur stutta, skrifaða ræðu fyrir
minni bankastjórans. Mikið er í húfi, hvernig til tekst. En svo vel sem
til er stofnað, endar veizlan með ósköpum. Enginn veit fyrr til en Ár-
mann hefur ruðzt inn og stendur mitt á meðal þeirra. Hann skeytir eng-
um mannvirðingum, sýpur úr glasi bankastjórans og svívirðir bankastjóra-
frúna. Stefán verður að horfa upp á, að þessum æskuvini hans er varpað
á dyr. Á eftir kemst hann í svo mikið uppnám, að hann missir stjóm á
sér — starfi hans í bankanum er lokið, konan veikist og missir barn sitt.
Næst, þegar við lítum inn til Stefáns, er hann fluttur í nýtt hús. Þeim
mágunum hefur, þrátt fyrir allt, tekizt að koma þaki yfir höfuðið, og
er það útsjónarsemi Ebba að þakka. Þótt illa horfði um sinn, hefur stöðu-
missirinn snúizt Stefáni til góðs. Nú vinnur hann í sultugerð hjá Ebba
fyrir miklu hærra kaupi en hann hafði í bankanum. Allt um það unir
hann ekki lífinu. Og einn góðan veðurdag hleypst hann að heiman, sezt
inn á kaffistofuna, sem fyrr er nefnd, og er þá aftur komið að upphafinu:
frásögn hans sjálfs. Hann er nú búinn að rekja þessa atburði fyrir þeim,
Finnu og Natani, og biður eftir Ármanni, vini sínum, sem hann hefur
ekki haft neitt samband við síðan i bankastjóraveizlunni forðum.