Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 252
244
Ritfregnir
Skímir
Dagurinn, sem þú sigrar ótta þinn,
á sólblik furðu bjart, er árin líða
— og varpar hlýju orði á óvin þinn,
kemst upp á það að brosa að þínum kviða
og gafst það, sem þú gazt ei verið án
og gerðir hug þinn miklum fómum taman
og barst án æðru aðkast heims og smán,
ef ykkar leiðir vildu ei fara saman.
Sjá, slíkir dagar eru undir lokin
þeir einu, sem þitt hjarta kýs að minnast,
er snjór í lífsins fögruskjól er fokinn
og fyrir ævistríð þitt gjöldin innast.
Mér kæmi sízt á óvart, þó að síra Sigurður kysi að fá þetta Ijóð letrað
á bautastein sinn, þegar þar að kemur. Og ég fæ ekki betur séð en sú
áletrun mundi sóma sér vel.
Þessi orð má enginn skilja svo, að ég telji hér nein grafljóð eða lik-
söng á ferð. Fyrsta ljóðabók síra Sigurðar, Hamar og sigS, kom út 1930.
1 henni var a. m. k. eitt afbragðskvæði, Sordavala. Síðan hefur skáldið
gefið út 4 ljóðabækur. Með hverri þeirra hafa bætzt við æ fleiri falleg
kvæði frá hans hendi, og aldrei svo mörg sem nú. Hann er, sem sagt, á
þroskabraut. Má því enn mikils góðs af honum vænta.
Þóroddur GuSmundsson.
Þorsteinn frá Hamri: Lifandi manna land. Heimskringla. Reykja-
vík 1962.
Skáldskapur og listir virðast eiga sér ólik vaxtarskilyrði á hverjum
stað og tima. Lönd og byggðarlög hafa sín blómgunarskeið i andlegu til-
liti. T. d. unnu Islendingar sérstaklega mikil afrek í sagnaritun o. fl. á
Sturlungaöld, en í ljóðlist og öðrum skáldskap á þeirri 19. og 20. Á
hverjum tíma virðist og þróun skáldskapar vera einkum bundin við sér-
stök héruð. Þannig fæddust og uxu upp mörg og mikil skéld við Breiða-
fjörð á öndverðri 19. öld, en í Þingeyjarsýslu á seinni hluta hennar. Þegar
kemur fram á þá 20., virðist forsjónin hafa farið að líta í náð til fleiri
héraða, ekki sízt Borgarfjarðar, hvað þessu viðvikur, því að þaðan kem-
ur hvert góðskáldið af öðru, fætt eftir aldamótin síðustu, eða á ætt sína
að rekja þangað.
Árið 1958 kvaddi ungt borgfirzkt skáld, Þorsteinn Jónsson frá Hamri,
sér hljóðs, er hann gaf út ljóðabókina 1 svörtum kufli, aðeins tvítugur
að aldri. Gerði hann þá þegar furðu-góð skil erfiðum yrkisefnum, eins
og kvæðin DavíS koruingur, SigurSur BreiSfjörS o. fl. í þeirri bók sýna.
Augljóst var, að Þorsteinn stóð föstum fótum á bjargi gamallar menn-
ingar, um leið og hann kenndi til í stormum sinna tiða. 1 bókinni kvað