Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 90
86
Jón Thór Haraldsson
Sfcímir
gífurleg áhrif. Leyndardómur þessara vinsælda er e t. v. í
því fólginn, að bókin kom á réttu augnabliki og kvað upp úr
með það, sem fæstir vildu vita og vissu þó. Á fáum mán-
uðum gerbreytti þetta rit svo almenningsáliti vestra, að ný-
lendur, sem áður höfðu ekki mátt heyra á skilnað minnzt,
gáfu nú fulltrúum sínum þveröfug fyrirmæli. 1 bréfi til vin-
ar síns segir George Washington, að bókin hafi valdið „und-
ursamlegri hugarfarsbreytingu“. Enn dýpra tók þó John
Adams í árinni. Hann sagði stutt og laggott: „Sagan mun
þakka amerísku byltinguna Thomasi Paine“.
HeilbrigS skynsemi seldist í meir en hundrað þúsund ein-
tökum, en nýlenduhúar munu þá hafa verið um þrjár millj-
ónir að tölu. Engan hagnað hafði þó Paine af þessari met-
sölubók sinni. Hann hafði til þess ætlazt, að sinn hluti ágóð-
ans rynni til að styrkja frelsisbaráttuna. Eins og svo oft bæði
fyrr og síðar var Paine hlunnfarinn af sér óvandaðri mönn-
um, og útgefandinn -— prentari nokkur, Robert Bell að nafni
— hirti ágóðann einn.
Fyrsti kaflinn af fjórum í bókinni fjallar um uppruna og
tilgang ríkisvalds í heiminum. Paine fullyrðir, að mannlegt
samfélag sé til blessunar, en ríkisvald, þegar bezt lætur, nauð-
synlegt böl. En siðgæði sé um megn að stjórna heiminum og
tryggja frelsi og öryggi og hér verði ríkisvald að koma til.
Paine hefur ýmislegt að athuga við það, sem hann kallar
„hið marglofaða enska stjórnarfar“. Hann segir svo: „Ofmat
Englendinga á eigin stjórnarfari með konungi, lávörðum og
Neðrideild stafar meir af þjóðarmetnaði en skynsemi. Ein-
staklingar eru án efa óhultari í Englandi en ýmsum löndum
öðrum. En vilji konungs er engu síður landslög í Englandi
en Frakklandi — þó með þeim mun, að í stað þess að út-
ganga beint af hans munni, birtast þau fólkinu í ákvörðun
þingsins. Því örlög Karls I. hafa aðeins gert konunga kænni
— ekki réttlátari.“
Eins og sjá má af þessu, áleit Paine, að af konungdæmi
væri sprottið flest hið illa. Annar kafli bókarinnar fjallar
um konungdæmi og bölvun þá, er arfgengu konungdæmi
fylgi. Það átti eftir að koma betur fram síðar, að Paine var