Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 211
Skírnir Merkingarbreytingar í þýðingum staðarheita 203
Iírasnaja plosjtsjad’ hefur hann þetta að segja (bls.250 o. áfr.):
„The origine of the word Krasnaya and the exact meaning
of it, as applied to this plostchad, I have heard disputed.
It is well known that the same Russian adjective, Krasnui,
-aya, -oye, signifies either red, fine, or beautiful.“
Þar á eftir nefnir hann nokkur dæmi, sem eru snilldar-
lega valin. Þá heldur höfundur áfram:
„I have translated the words Krasnaya Plostchad hy
Beautiful Place, hecause the original meaning seems involved
in some obscurity, and hecause that application, at present,
appears more natural than Red PlaceP
Við sjáum, að Lyall leysti þýðingarvandamálið af mikilli
snilld. En hann gekk þess dulinn, að hann hafði líka fundið
upprunalega aðalmerkingu orðsins krasny og jafnvel upp-
runalega merkingu alls nafnsins. Hann áleit — og það var
alveg rétt hjá honum —, að aðalmerking orðsins krasny
væri á þeim tima „rauður“, en honum skjátlaðist, er hann
áleit, að sú væri lika frummerkingin. Hann hélt, að Kras-
naja plosjtsjad’ hefði upprunalega merkt „Rauðatorgið“, en
það var honum gáta, sem hann kunni ekki að ráða. Með öðr-
um orðum, hann hélt, að hér væri um merkingarbreytingu
frá „rauður“ til „fagur“ að ræða og fór því öfuga leið.
Það felst líka í frásögnum Lyalls, að menntamenn reyndu
þá að gera sér grein fyrir uppruna nafnsins og brutu heilann
um það, hvers vegna torgið hefði „upprunalega“ kallazt
„rautt“. Það er vel hugsanlegt, að menn hafi velt fyrir sér
blóðugum atburðum í sögu torgsins.
Samkvæmt Ukas frá 5. 2. 1685 fóru aftökur fram á Lob-
noje mjesto „Hausstaðnum“ á torginu. Þannig voru, t. d.
árið 1698, uppreisnarmenn teknir þar af lifi hópum
saman.
En ekki þróaðist úr þessu nein alþýðuskýring, sem skýrði
nafnið Krasnaja plosjtsjad’ á einhvern „rauðan“ hátt. Merk-
ingin „Fagratorgið“ dettur nú aftur á móti engum í hug,
nema hann taki að velta fyrir sér nafninu og kunni góð skil
á sögu torgsins og á merkingarsögu lýsingarorðsins krasny.
Merking lýsingarorðsins í nafninu er nú svo að segja tóma-