Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 146
140
Halldór Halldórsson
Skirnir
fyrst í mjög nánu sambandi við kirkjuna, en skipulag hans
var einkum sniðið eftir skipan Uppsala-háskóla. í fyrstu var
skólinn í mesta húsnæðishraki. Fyrirlestrar og fundir voru
haldnir í sjálfri dómkirkjunni og öðrum húsum, sem henni
voru tengd, t. d. í klerkabókasafninu. Árið 1688 gaf Karl XI
háskólanum hið gamla konungshús í Lundargarði (Lunda-
gárd), og á átjándu öld bættist mjög við húsakost skólans.
Aðalbygging háskólans, sem nú er notuð, er reist seint á 19.
öld, tekin í notkun 1882.
En fyrstu ár háskólans voru órólegir tímar, sífellt geisuðu
styrjaldir, sem veittu háskólanum lítinn starfsfrið. Árið 1676
skall skánska stríðið á, og orrustan um Lund milli Dana og
Svía var háð 4. des. 1676 rétt norðan við Lund. Á 200 ára af-
mæli þessa hryggilega atburðar 1876 var reist minnismerki
um þessa orrustu, einmitt þar sem hún var háð. Starfsemi
háskólans leystist alveg upp um þessar mundir, og hóf hann
ekki starf aftur fyrr en 1682. Og þá var hann í rauninni al-
veg breytt stofnun.
Það vill svo skemmtilega til, að til er íslenzk heimild um
próffyrirkomulag í Lundi frá 18.öld. Hannes Finnsson bisk-
up, einn merkasti Islendingur sinnar tiðar, fór til Svíþjóðar
árið 1772, en á þeim árum átti hann heima í Kaupmanna-
höfn. För Hannesar var heitið til Stokkhólms, og þar og í
nágrenni höfuðborgarinnar dvaldist hann lengst af í ferð-
inni. Um ferð sína hefir hann skráð ritgerð eða öllu heldur
dagbók, er nefnist Stokkhólmsrella. Dagbók þessi er enn til
og varðveitt í eiginhandriti í Landsbókasafni (Lbs. 258, 4to).
Stokkhólmsrella var gefin út í Andvara 59. árgangi (1934)
af Hannesi Þorsteinssyni. Hún hefir einnig verið þýdd á
sænsku og gefin út með ýmsum þarflegum athugasemdum í
ritum Sænsk-íslenzka félagsins í Stokkhólmi. 1 dagbókinni
lýsir Hannes mörgu, sem fyrir augun bar í Svíþjóð, og er
þarna ýmsan merkan fróðleik að finna um Svíþjóð á þessum
tíma, að minnsta kosti eins og hún ber við sjónum menntaðs
útlendings, sem lítur hlutina ekki alls kostar ódönskum aug-
um.
Það vildi svo til, að einn aðalsálufélagi Hannesar í Stokk-