Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 31
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát 27
hagað hefur, að slíkt er alltíð og almennt fyrir svívirðing og
hneyksli álitið, og þó sá citeraði Hamborgarlæknir sé eður
hafi verið einn hálærður maður, þá er samt vitanlegt, að
þeir hálærðu hafa og löngum villzt í sínum meiningum,
margan á tálar dregið, margt sér ofmikið leyft að skrifa, og
því ei sig aðgefandi sérhvorju þeirra glensi og glysi.*) Og
það veit eg, að hvörsu lærður sem hann vera kann, mun
hann aldrei straum af þeim standa fyrir guðs dómi, sem eftir
hans munnmeti til þeirra hluta ganga, sem kristindóminum
eru til spillingar,**) hvað hið sama segja er um hvörn ann-
an, sem líkan eða sama feril framgengur. Ei segi eg, að þau
áviknu Hrappseyjarblöð eiginlega leyfi mönnum eður bjóði
hrossakjöt að eta; enda er þá einnig so mikið víst, að þau
þar ei frá ráða, og sú grunnhyggni margra og breyskleiki,
að á þá leið munu taka, ef ei aldeilis fyrir fullt,***) og þar
fyrir allt offljótt, frekt og óvarlega ráðið að hefjast þannig
uppúr eins manns hljóði í slíku efni. Og hvað umgetinn
Hamborgarlæknir áhrærir, þá sjái menn til, að ei merkist
það önnur kristin lönd hafi hans lærdóm í þessu meðtek-
ið,+) og mun oss þá ei nær að dansa eftir hans eins pípu
og það með nýjung og umbreyting en að halda við fornan
kristninnar sið með ótal mörgum öðrum lærðum, vísum og
velsiðuðum og guðhræddum hönum án efa öngvu síður. Og
sama er að segja um eins manns hljóð eður nokkurskonar
bending í áttina hér hjá oss.+f) Sé eg víst þar citeruð orð
*) Prófastur sr. Gunnar er hálærður maður.
**) Því er so ógætilega talað um so virðulegan mann fyrir sakleysi?
***) Undarlegt að geta so til landa sinna, eður þó einn eður fáir fyrir
neyðar sakir kunni breyskir að vera, að geta so til margra.
t) Því á að geta meiri ómennsku til fslendinga en annara þjóða?
Charitas ædificat, segir prófasturinn: imo, charitas non cogitat
malum. Maðurinn er saklaus, þó hann eður einhvör annar, sem
í hans skrif er innfærður, segi frá því, hvað i fymdinni og so
hjá öðrum þjóðum viðgangist og hafi viðgengizt. Með so móti
væru öll sagnaskrif skaðleg og óleyfileg. Því mega ei fslendingar
lesa þvílikt sér til fróðleiks og skemmtunar eins og aðrar þjóðir?
og er það mála sannast, að flest strá vilja oss stinga.
tt) Langt var það frá mér, að eg vildi leiða eður benda neinum til að